Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 83

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 83
Kútter Stjarna. færðist ýfir þjóðlíf vort“. Slíkir menn voru andlegir vökumenn þjóðarinnar, því þeir vöktu hana til starfs og dáða. Þegar vér lítum yfir liðinn tíma í sögu þjóðarinnar er það oss undr- unarefni, að hún skuli þrátt fyrir allar þær hamfarir er yfir hana hafa dunið á liðnum öldum, ýmist af völdum náttúruaflanna eða ósættis mannanna sjálfra, hafa komist úr slíkum eldraunum með óskerta krafta, sem raun ber vitni um. I raun og veru má segja að hul- inn vemdarkraftur hafi leitt oss yfir torfærur og erfiðleika liðinna tíma. Eins og skáldið segir: „Eftir þúsund ára spil, ægi rúnum skrif- að eitt er mest að ertu til, allt sem þú hefur lifað“. En þrátt fyrir allar þær fram- farir sem ég hefi minnst á, á þjóðin nú í miklum erfiðleikum og bar- áttu fyrir tilveru sinni, þótt sú barátta stafi að mestu leyti af óviðráðanlegum atvikum er orðið hafa í lífi hinnar íslensku þjóðar. Þar sem öll viðskipti þjóða milli eru ekki lengur frjáls heldur fara eftir verslunarsamningum, sem fullerfitt verður svo fámennri þjóð sem íslenska þjóðin er, að standast á komandi árum, ef eigi fæst breytt til frjálsara verslunarfyrir- komulags. Þá er það að minnast, að at- vinnuvegir þjóðarinnar eru lam- aðir, framleiðslan hefur eigi borið sig undanfarin ár, sem stafar að miklu leyti af aflaleysi, einkum á hinum stærri skipum og útgerðar- menn hafa orðið fyrir stórfelldu tapi á útgerðinni á 4 síðastliðnum árum. Þetta er ekki nýtt í sögunni, fiskaflinn hefur oft brugðist áður og eftir aflaleysisár koma aflaár. Frá ómunatíð hafa fiskveiðar ver- ið stundaðar á íslandi jafnhliða landbúnaðinum og sjómennimir hafa haldið ótrauðir út á hafið til þess að leita eftir afla, og siglt landa í milli með afurðir lands- manna. Þeir hafa háð kjarkmikla bar- áttu við hið volduga haf, en það hefur líka gefið þeim marga ánægjustund, því það er eitt hið fegursta sem menn fá augum litið. Ekkert fæst fyrirhafnarlaust. Fiskveiðar íslendinga útheimta mikla vinnu, en eigi munu sjó- menn telja eftir sér þetta erfiði og þeir munu fúsir leggja fram sinn skerf eftir skatti til viðreisnar þjóðinni, ef þess gerist þörf. Þótt margt hafi verið gert til framfara eins og ég hefi minnst á hér, þá er þó margt eftir ógert sem gera þarf, svo viðunandi sé. Það þarf að lýsa miklu betur upp strendur landsins til öryggis fyrir sjófarendur. Það verður að byggja skólahús fyrir sjómenn er stunda vilja siglingafræði, vélfræði, loft- skeytafræði og matreiðslu. Það er eigi vansalaust hinni íslensku þjóð að láta það dragast enn um skeið og annað og betra skólahús ættu þeir menn skilið er sjó stunda, en það sem nú er notað. Það þarf að byggja sæmilega bæi á mörgum jörðum í sveitum landsins og það þarf að nota hið mikla fossaafl — vatnsorkuna sem þjóðin á, meir en gert er, takmarkið er ljós og hiti í hvert einasta hús á landi hér. En eins og stendur, er þó mest um vert, ef hægt væri að draga úr atvinnuleysinu með einhverjum ráðum, því hraustur maður sem vill vinna, á skilið að fá vinnu annað hvort á sjó eða landi. Aldrei hefur ísland vakið meiri eftirtekt út á við en á þessu vori, þar sem heimssýningin í New York er og aldrei hefur betra tækifæri boðist til þess að kynna land og þjóð en nú þar sem mættir eru milljónir manna frá flestum löndum heims og þjóðarstofninn íslenski sem nú býr í Vesturheimi mun vissulega eigi láta sitt eftir liggja að kynna ísland við þetta tækifæri, þar á ísland öfluga tals- menn sem aldrei gleyma ættlandi sínu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.