Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 91

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 91
hvað stóð á nægum innflutningi í bili af sveskjum, en hins vegar var Magnúsi stórbryta kenndur þessi skortur, en hann er skrifaður fyrir öllu í mataræðinu, góðu sem vondu: Sveskja virðist sumum rýr sóttir ýmsar ganga. Hún er orðin heilög kýr heildsalanna og Manga. Fyrstu vísuna, sem Þorbjörn orti er að finna í Hrafnistubréfi. Hún er þar í ágripi af viðtalsþætti. Þorbjöm var barn að aldri og átti heima á Hallgilsstöðum í Þistil- firði, þegar hann orti vísuna, en tildrög hennar sagði hann vera þessi: — Það var þarna gamall maður, sem Sigurður hét, hann var ofan úr Mývatnssveit, kallinn. Hann var með gleraugu, sköll- óttur. Það var mýrardrag fyrir ofan bæinn, sem hann kallaði Grófardal, gamli maðurinn. Það var náttúrlega allt slegið með orfi og ljá í þessa daga, og gamli maðurinn hamaðist mikið og svitnaði mikið. Ég var oft að stríða kallinum. Hann kallaði sig sjálfan stundum Malla, það var einkum ef hann fór í kaupstað og hafði fengið sér í staupinu. Ég hnoðaði svo eitt sinn saman vísu um hann: Meður skallann, skjannhvítan skekkst með, vallarkvalinn Gerir Malli graslausan Grófar allan dalinn. Vallarkvalinn mun merkja að gamli maðurinn hafi kvalizt á vellinum við sláttinn, tekið nærri sér, og er þetta dýr kenning hjá barni að vera. Þorbjöm gat alla tíð búið til snjallar kenningar, ef hann þurfti til þeirra að taka rímsins vegna. Hann segir líka í þessum þætti: Maður ólst upp við vísnagerð. Það var alltaf verið að kveðast á og mér er ekki grunlaust, að sum- ar kvennanna hafi samið vísur sínar eftir hendinni, þegar í harð- bakka sló, því að þær voru kapp- gjarnar og vildu ógjarnan láta kveða sig í kútinn. Þetta var íþrótt í þá daga. Mér þótti skömm að því að geta ekki hnoðað saman vísu og fór snemma að fikta við þetta. Þorbjörn reri sem unglingur á Austfjörðum með útvegsbónda einum, sem Þorbjörn sagði, að ekki hefði þurft að frýja hugar, þótt svo hafi tiltekizt um vísuna, eða vísubotninn, því Þorbjörn prjónaði við alkunnan vísupart Páls Ólafssonar: Það er ekki þorsk að fá/í þessum firði . .. Þeir Þorbjörn og húsbóndi hans, sem hét Bjöm, höfðu róið með línu skammt útí fjörðinn, en ekkert fengið, á landleið orti svo Þorbjörn seinni part við fyrripart Páls: Betra held ég Birni yrði að Brokum róa, ef hann þyrði. Brokur voru mið (við Skrúð) dýpra en þeir höfðu róið. Aðra vísu um formann orti Þorbjörn þetta sumar. Sá hét Bjarni. Hann aflaði misvel. Notuð var mjög grönn lína, enda dregið á höndum. Hinir fá,fiskinn á sín fínu snœri. Betra held ég Bjarna vœri að brölta á konu sinnar lœri. „Það var mikill ágætismaður Bjarni, ég kynntist honum síðar, og hann átti vísuna ekki skilið,“ sagði Þorbjörn. Nokkrar ástarvísur er að finna eftir Þorbjörn í Hrafnistubréfinu: Það var félagsskapur á Hrafn- istubókasafninu um þessa vísu, sem lýsir nokkuð ástandinu: Burt er vín og vífgirni veikur í haus og maga. Þurrafúi í Þorbirni þurrkur alla daga. Orsök þessarar vísu var önnur sem Þorbjörn orti, en þá hafði kastast eitthvað í kekki með hon- um og einhverri vistkonunni. Ellin skapar útlit hára, eymsl í holdi og minnistap. Þurrafúi í þanka og nára þreytir Tobba og kvennaskap. Ástarvísur orti Þorbjörn eitt sinn í Hrafnistubréfið og er ekki vitað hvaða kona átti þær: Er frostið fergir blíðu og frerar brynja hól. Flý ég inn til Fríðu -— á bláum kjól — Aðra vísu orti hann og til Fríðu þessarar: Fríða elur enn til mín ástarþel í húmi. Eigi felur faðmlög sín. Fer hún vel í rúmi. Til annarrar konu orti Þorbjörn og kallar hana Unni. Unni frá égylinn finn Unnur ég er smeykur. Unnur ég er ástfanginn. Unnur ég er veikur. Og enn yrkir hann til Unnar: Beri ég upp bónorðið býst ég við hryggbroti. Má þó sízt við mörðum lið munnhöggi eða roti. Ef mér gengi allt í hag yrði harla glaður. Trylltur fjöri tœki lag tindilfœttur maður. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.