Gripla - 01.01.1980, Síða 16
TEXTASPJALD FRÁ SKÁLHOLTI 11
nordisk Museum 1852, og eru þau nú í miðaldadeild Þjóðminjasafns
Dana, nr. 12574 a-b.
Textaspjöldin frá Grund eru úr eik, þykk og mikil, 32 cm á hæð, 19
cm á breidd, 2,5 cm á þykkt. Önnur hliðin er alslétt, sú sem inn hefur
snúið að skinnblöðunum, en á hinni er trogmyndað gróp, 23,3 X 10,4
cm, skáhalli upp úr því á alla vegu og síðan allbreiður flatur kantur
eða rammi umhverfis. Öll er hliðin þakin eirþynnum með smelti og
gyllingu. I botni grópsins er það sem mestu máli skiptir, plata með
helgimyndum, á öðru spjaldinu krossfestingarmynd með Maríu og
Jóhannesi undir krossinum og englamyndum fyrir ofan, en á hinum
Kristur sem herra himins og jarðar, sitjandi á regnboganum innan í
sporöskjulöguðum reit (majestas domini), en einkennisverur guð-
spjallamannanna í hornunum utan við. Á skáflötunum upp úr grópinu
eru sléttir látúnsrenningar, en á flötu umgerðinni utan um allt saman
skreytingar og myndir í rómönskum stíl, smelt og gyllingar, þynnurnar
festar á með litlum látúnstittum, eins og reyndar búnaðurinn allur.6
Þetta er í sem allra stystu máli lýsing hinna frábæru textaspjalda frá
Grund, sem einna ágætust eru sinnar tegundar á Norðurlöndum. Kr.
Kálund getur þeirra í íslandslýsingu sinni, og má telja öruggt það sem
hann álítur, að þau séu hin sömu og nefnd eru í máldaga Grundar-
kirkju frá 1318, þar sem talin eru fram tvö textaspjöld af messing,
smelt.7 Athyglisvert er að talað er um textaspjöld en ekki texta. Það
kynni að benda til þess að spjöldin hafi aldrei verið á guðspjallabók,
þótt þau væru að sjálfsögðu til þess gerð, heldur staðið á altari eða
hangið á kirkjuþili eins og hverjar aðrar helgimyndir, enda nefna bæði
Kálund og Matthías Þórðarson þennan möguleika.8 Ef rétt er til getið
mætti hugsa sér að þetta hefði átt sinn þátt í að spjöldin varðveittust.
Kaþólsk messusöngsbók hefur verið í meiri hættu en helgimynd sem
söfnuðurinn var vanur að við honum blasti í kirkjunni og ekki var
annað saknæmara á en myndir af frelsaranum og guðsmóður.
Grundarspjöldin eru gott og gilt smeltverk, svonefnt émail champ-
levé, frá um miðri 13. öld, sennilega frá Limoges í Mið-Frakklandi,
6 Sæmilegar myndir af Grundarspjöldunum eru hjá Wallem, tilv. rit, bls. 60
og 61.
7 Kr. KSlund, Bidrag til en historisk-topografi.sk Beskrivelse af Island II, Kbh.
1879, bls. 114.
8 KSlund í tilv. riti, s. st., en Matthías í skrifaðri skrá um íslenska gripi í
Nationalmuseet, geymdri í Þjóðminjasafni Islands.