Gripla - 01.01.1980, Page 17
12
GRIPLA
sem var voldug miðstöð smelt-iðnaðarins í Vestur-Evrópu, enda dregur
hann nafn af henni. Þó nokkrir Limoges-hlutir hafa varðveist á Norð-
urlöndum, m. a. á íslandi, einkum altariskrossar, en fleira þó.9 Allt slíkt
hefur verið mjög í metum haft hér á landi, ekki síður en það sem af
góðmálmum var gert. Ef litið er til textanna sérstaklega virðast textar
með smeltverki hafa verið býsna algengir, en þó má trúlega ráða af
máldögum að oftar hafi þeir verið búnir með silfur. Eini textinn (texta-
spjaldið) sem varðveist hefur úr íslenskri kirkju auk Grundarspjald-
anna, hefur vafalítið verið þannig úr garði gerður. Hér verður um þann
forngrip fjallað, og hefur þótt eðlilegt að hafa þennan inngang þeirrar
umræðu.
Þegar dönsk stjórnvöld sendu íslendingum fjölda íslenskra hluta úr
söfnum sínum sem gjöf á Alþingishátíðinni 1930, héldu þau eigi að
síður eftir mörgum góðum gripum, og meðal þeirra voru textaspjöldin
frá Grund. Aftur á móti sendu Danir hingað textaspjald sem lengi var
í eigu dómkirkjunnar í Skálholti. Spjaldið er nú í Þjóðminjasafni ís-
lands og ber safntöluna Þjms. 10881. Þótt það megi muna sinn fífil
fegri, ber það enn þau merki fomrar frægðar sem endast því til að
standa undir smágrein um uppmna þess og sögu.
2
Textaspjaldið frá Skálholti er gert úr heilli eikarfjöl, nú dökkri, 32 cm
á hæð, 23,8 cm á breidd, eða nákvæmlega jafnhátt og spjöldin frá
Gmnd, en til muna breiðara. Þykktin er 2,8 cm á 3-3,5 cm breiðum
ramma yst. Sú hliðin sem inn hefur snúið er alveg slétt, en á henni em
margir seinna til komnir hringar, sem sýna að hún hefur einhvemtíma
verið notuð sem undirlag þegar verið var að skera oblátur með bakst-
ursskera (oblátujárni). Á hinni hliðinni er útholað trogmyndað gróp,
27 X 19 cm, en 1,7 cm djúpt. Öll hefur þessi hlið verið búin, en lítið
9 Gott yfirlit með tilvitnunum til fræðirita sjá Aron Andersson í Kulturhisto-
risk leksikon II, 602-605, undir emalj. Sérstaklega skal vísað til Marie-Madeleine
S. Gauthier, Emaux limousins champlevés des XIIe XII Ie & XIVe siecles. Paris
1950, einkum pl. 8 og 16. — Paul Thoby, Les croix limousines de la fin du XIIe
siecle au début du XIVe siecle. Paris 1953. Að því er til íslands tekur sjá Matthías
Þórðarson, Róðukrossar með rómanskri gerð, Arbók hins íslenzka fornleifafélags
1914, bls. 30-37, enn fr. Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykja-
vík 1962, nr. 55.