Gripla - 01.01.1980, Page 21
16
GRIPLA
gilt vitni þess að textinn hafi upprunalega tilheyrt Nikulásarkirkjunni
í Odda. Greinarhöfundur bar undir Einar Sigurbjörnsson prófessor
hvaðan lofgerðin mundi vera komin. Kannaðist hann strax við að þetta
væri andstef (antifóna), sem sungið var áður en lesinn var Davíðssálmur
á þrenningarhátíð (trinitatis) og einnig á eftir, og er í Breviarium Roma-
num, nákvæmlega eins og á spjaldinu þegar skammstafanir þar hafa
verið leystar upp. Trinitas equalis vísar til þess að faðir, sonur og heil-
agur andi séu fullkomlega jafnir, samjafnir. Ljúft er að þakka Einari
Sigurbjörnssyni fyrir góða úrlausn.
Stafagerðin á leturbandinu er hið eina sem stuðst verður við þegar
reynt er að gera sér grein fyrir aldri textaspjaldsins. Gunnlaugur Briem
telur að áletrunin geti ekki verið eldri en frá 15. öld og nefnir til sein
einkenni eins og uppbrotin á tiglunum og efst á stafleggjum. Að hans
sögn er þetta einnig skoðun þeirra fræðimanna sem hann hefur sýnt
áletrunina í London. Stefán Karlsson telur einnig að þetta sé rétt. Segj-
um þá að spjaldið sé frá um 1450, gæti verið ögn eldra en þó öllu
fremur aðeins yngra. Þar með er úr sögunni að búnaðurinn á því hafi
verið með Limogesverki, og hitt sennilegra að textinn hafi verið búinn
með silfur.
Áletrunin byrjar við kross á miðri annarri skammhlið, sem hlýtur þá
að vera það sem upp snýr á bókinni, og endar hinumegin við sama
kross. Vandalaust er þá að sjá að þetta er afturspjaldið af textanum.
Hægri langhlið hefur verið við kjöl, og þar má í grópinu sjá sex göt
með leifum af leðurböndum sem fest hafa verið með töppum, auk þess
sem sitt bandið er í hvoru homi rammans. Alls hafa því böndin verið
átta, og sést hvar þau hafa komið út undan leturgjörðinni. Það er
þannig alveg vafalaust að þetta er afturspjald. Hinsvegar er lítt hugsan-
legt að ekki hafi upphaflega verið að minnsta kosti eins veglegt fram-
spjald á textanum, en einhvemtíma fyrir 1704 hefur það orðið viðskila
við hann og annað óbúið verið sett í þess stað. Þetta er augljóst vegna
þess að á slétta flötinn hinumegin á spjaldinu hefur verið skrifað með
stórum fallegum skrifstöfum, sennilega með pentskúf:
Þetta er buna/spiallded/af einum onytum Tex/ta Dömkirkiunar/
1704
í þessu felst að hitt spjaldið hefur verið óbúið þegar hér var komið
sögu, og verður engum getum að því leitt hvenær uppmnalega fram-
spjaldið hefur farið forgörðum. Ekki verður heldur úr því skorið hvers
vegna textinn sem spjaldið er af og í öndverðu hefur verið gerður handa
I