Gripla - 01.01.1980, Page 22
TEXTASPJALD FRÁ SKÁLHOLTI
17
Nikulásarkirkjunni í Odda, eins og áletrunin glögglega sýnir, komst
síðar í eigu Skálholtsdómkirkju.
Hér mætti í rauninni láta staðar numið. Hluturinn sem fjallað er um
fæst ekki til að segja öllu meira sjálfur. En þá kemur freistingin til að
rekja örlagasögu góðra kirkjugripa, sem ýmist hafa slampast heilir á
húfi til vorra tíma, eða þá illa leiknir eins og Skálholtsspjaldið — eða
jafnvel glatast með öllu eins og til dæmis skrín heilags Þorláks. Stund-
um er slík rakning ekki með öllu til ónýtis. Skal því lopinn teygður enn
um sinn.
3
Sá fróðleikur fylgdi textaspjaldinu frá Skálholti (Odda) að bóndi
nokkur ónafngreindur hefði keypt það á uppboði og rifið af því búnað-
inn. Svo sem fram hefur komið svipti hann það þó ekki öllu sínu skarti.
Steingrímur Jónsson prófastur í Odda, síðar biskup, lét sér frá æsku-
árum annt um allt sem Skálholt varðaði. Hann fékk spjaldið hjá
bóndanum og sendi Finni Magnússyni prófessor það til Hafnar 1818,
en Finnur afhenti það Oldnordisk Museum, þar sem það bar safntöluna
CXV, þangað til það var sent til íslands 1930.10
Hér má skjóta inn að Steingrímur Jónsson hafði löngu áður komist
yfir silfurplötu af texta úr Skálholtsdómkirkju, hvort sem það var nú af
þessum texta eða einhverjum öðrum. Sagan er sú að á stúdentsárum í
Kaupmannahöfn komst hann í góð kynni við Grím jústitsráð Thorkelín.
I þakklætis skyni fyrir velgjörðir gaf hann honum öxina Rimmugýgi
(Remmigíu) á gamlársdag 1804. En þá öxi hafði Brynjólfur biskup
Sveinsson látið gera og fylgdi hún lengi dómkirkjunni, svo sem sjá má
10 í skrá um innkomna hluti til safnsins 1816-20 segir svo: ‘Fra Provst Stein-
grim Johnsen paa Odde ved Professor Magnusen: CXV. En saakaldet Texte-Tavle
forhen tilh0rende Skalholt-Domkirke, men ki0bt ved Auction af en Bonde, som
har borttaget Beslaget og S0lvindiægningen, paa Kanten nær, hvorpaa er i Messing
indgravet med Munkebogstaver’; (síðan kemur áletrunin, einnig það sem skrifað
er aftan á, allt ærið rangt upp tekið og skiptir ekki máli). Antiqvariske Annaler, 3.
Bd., Kbh. 1820, bls. 375. — Sveinbjörn Rafnsson prófessor benti mér vinsamlega
á að uppkast Steingríms biskups að bréfi til fornleifanefndarinnar varðandi spjaldið
er í Þjóðskjalasafni með öðrum bréfauppköstum hans (nr. 16). Bréfið sjálft virðist
vera glatað. Með uppkastinu liggur virðingarverð teikning Steingríms af áletrun-
inni, og aftan á blaðið er rituð greinargóð stutt lýsing hans á spjaldinu. Ekki virðist
þó þörf á að birta þessi gögn hér.
GriplaTV 2