Gripla - 01.01.1980, Side 23
18
GRIPLA
í afhendingarskrám. Nú þóttist Steingrímur þurfa að hygla öðrum vel-
gjörðamanni sínum, Skúla Thorlacius, einhverju ekki síður en Grími og
getur þess í dagbók sinni á eftirfarandi hátt:
‘Var hjá justitsraad Thorlacius og skenkti hönum silfurplötuna af
textaspjaldinu úr Skálholtskirkju, hvörja Árni minn Helgason hafði
keypt á auction, en eg aftur af hönum. Eg þóttist vant við látinn að
yfirláta öðrumhvorum jústitsráðanna, sem báðir safna antiquiteter,
öxina, en gat jafnað með þessu silfurverki, sem að sínu leyti var meira
vert (16 Rbd) og jafnrart. Eg man til að afteiknun af því flæktist innan-
um bréf í Skálholti; máske eg seinna geti fengið hana til að festast hér
við, ásamt afrissningunni af Remigíu, sem hér viðleggst. — Eg ávann
mér beggja jústitsráðanna sérdeilis velunnandi þakklæti, þeim seinna
mimnlegt og enum fyrra ofborið skriflegt, með invitation til middag á
morgun.’11
Því miður hefur uppdráttur sá af silfurplötunni, sem Steingrímur
getur um, ekki varðveist svo vitað sé, og ekki heldur platan sjálf. (Hvað
skyldi annars hafa orðið af henni?). En bæði af orðum Steingríms og
kaupverði plötunnar má ráða að þetta hefur verið mikilsháttar gripur
sem fagurkerar hafa kunnað vel að meta.
Eftir þennan útúrdúr um meðgjörð Steingríms Jónssonar með textum
dómkirkjunnar, skal nú horfið aftur að þeim þeirra sem hér um ræðir.
Helgigripir Skálholtsdómkirkju hlutu heldur dapurleg örlög. Marga
gersemi eignaðist hún meðan hún var og hét. Fátt eitt af þeirri auðlegð
hefur varðveist til vorra tíma. Við það bætist svo að vitneskja um það
sem til var, en glatast hefur, er af skornum skammti. Engir máldagar
eða aðrar skrár eru til um gripi dómkirkjunnar fyrir siðaskipti. Líkur
benda til að staðarbruninn mikli 1630, á síðasta biskupsári Odds
Einarssonar, eigi drjúga sök á þeim heimildaskorti.12 í þessu tilliti er
miklu betur ástatt um Hóladómkirkju. Til eru skrár um skrúða hennar
og gripi frá 1374, 1525 og 1550.13
Sennilegt verður að teljast að Skálholtsdómkirkja hafi ekki verið
miður búin að dýrgripum en dómkirkjan á Hólum, fremur hið gagn-
stæða. Þó ber þess að minnast að Hólakirkja brann aldrei, en í Skál-
11 ÍB 627, 8vo, I.
12 Um brunana í Skálholti og aðra eyðileggingu skjala vísast til ritgerðar
Björns K. Þórólfssonar, Islenzk skjalasöfn, Skírnir CXXVII, 1953, einkum bls.
122.
12 ísl. fornbrs. III, 606, IX, 293, XI, 848.