Gripla - 01.01.1980, Page 24
TEXTASPJALD FRÁ SKÁLHOLTI
19
holti brann kirkjan tvisvar á miðöldum, 1309 og 1527. í bæði skiptin
varð mikill fjöldi kirkjugripa eldinum að bráð. í annálum miðalda er
fyrri brunans getið á þann veg, að víst má telja að ósköpin hafi gerst
með mjög skjótum hætti. Eyðileggingin var afskapleg, en þó ekki algjör,
t. d. var skríni heilags Þorláks bjargað, enda hefur eflaust verið fyrsta
hugsun manna að forða því frá voðanum. Annars skal ekki fjölyrt um
þennan fyrri bruna hér, þar sem textinn sem hér um ræðir er ekki til
kominn fyrr en löngu síðar. Hinsvegar kynni hann að hafa verið í dóm-
kirkjunni þegar seinna reiðarslagið dundi yfir Skálholtskirkju, bruninn
mikli á dögum Ögmundar biskups, árið 1527. í þeim bruna virðist
tjónið að vísu ekki hafa orðið eins tilfinnanlegt og í hinum fyrri, en
sennilega hefur það aldrei orðið að fullu bætt. Ógerningur er að ætlast
á um hversu margt af helgigripum komst heilt á húfi gegnum þennan
bruna. En allnokkuð hefur það verið, því að fullvíst er að kirkjan átti
enn drjúgt af listaverkum í skrúða og gripum þegar siðaskiptin gengu í
garð. Ekki er heldur fráleitt að hugsa sér að eftir brunann hafi hún
fengið að gjöf eða láni gripi úr öðrum kirkjum, ekki síst þeim sem vel
voru búnar að gripum. Þannig gæti til dæmis hugsast að textinn frá
Odda hafi borist til Skálholts. Náið samband var milli Odda og Skál-
holts, eins og til dæmis kemur vel fram í samskiptum Ögmundar biskups
og síra Jóns Einarssonar.14 En vitaskuld er þetta getgáta ein.
Heimildir um gripaeign Skálholtsdómkirkju eftir siðaskipti eru eink-
um úttektir eða afhendingarskrár, sem gerðar voru þegar biskupaskipti
urðu. Eftir þeim er sitthvað hægt að rekja um einstaka kirkjugripi, til
dæmis hvenær þeir heltast úr lestinni, og stundum fljóta með dálitlar
upplýsingar um þá, þótt oft vilji þessar skrár verða þurrir upptalningar-
listar. Hér má svipast um eftir textanum góða. Elst þessara heimilda
er skrá sem tekin var saman þegar synir Gísla biskups Jónssonar af-
hentu Oddi biskupi Einarssyni stað og kirkju 1588. Sú skrá er til í
eftirriti á skinni frá 1601, nú geymd í Þjóðskjalasafni eins og önnur
afhendingargögn.15
I þessari elstu afhendingarskrá eru stutt og laggott taldir upp fimm
textar. Hið sama er svo endurtekið í afhendingarskrám allt til 1698,
þegar Jón Vídalín tekur við eftir Þórð Þorláksson látinn. Þá er enginn
texti nefndur á nafn, heldur er talin fram messusöngsbók á membrana
14 Jónas Gíslason, Um síra Jón Einarsson, prest í Odda. Söguslóðir. Afmœlisrit
helgað Ólafi Hanssyni sjötugum. Reykjavík 1979, bls. 281-295.
15 Þjskjs. Bps. A. I, hylki H, nr. 7.