Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 26
TEXTASPJALD FRÁ SKÁLHOLTI
21
lega fyrir. Til dæmis blöskraði sumum að helgiskrín Þorláks biskups
skyldi vera selt við hamarshögg. Engir uppboðslistar eða kaupenda-
skrár hafa varðveist svo vitað sé, og er því ekki vitað hverjir keyptu,
né heldur beinlínis hvað upp var boðið. En með því að bera saman
prófastsvísitasíurnar frá 1800 og 1805 má með töluverðri nákvæmni
endurgera listann yfir það sem selt var. Þarna hafa öll textaspjöldin
verið seld. Eitt þeirra keypti Árni Helgason, eins og segir í áðurnefndri
dagbókarfærslu Steingríms Jónssonar. Annað keypti ónafngreindur
bóndi, rúði það mestu af skarti sínu, en síðan komst einnig það í hendur
Steingríms, síðan til Finns Magnússonar og boðleiðina til Oldnordisk
Museum, en að lokum í Þjóðminjasafn íslands árið 1930, eins og áður
var rakið.
Þá er lokið því sem sagt verður af textaspjaldinu frá Skálholti
(Odda), Þjms. 10881. Eitt má þó nefna til gamans að lokum. Það vakti
forvitni að í afhendingarskránni frá 1698 er textinn (kallaður þar
messusöngsbók) enn raunveruleg bók, með blöðum og spjöldum, en
1722 aðeins spjald af messusöngsbók. Einhverntíma á þessu árabili
hafa blöðin verið fjarlægð, óbúna textaspjaldinu líklega hent, en búna
spjaldið eitt eftirskilið í kirkjunni. Hér rifjast það upp sem skrifað er
aftan á spjaldið: Þetta er búna spjaldið af einum ónýtum texta dóm-
kirkjunnar 1704. Skyldi ekki felast í þessu að blöð og spjald hafi orðið
viðskila einmitt þetta ár og einhver hugulsamur maður þá skrifað
þennan minnispunkt á spjaldið? Svo vill til að mikill skinnblaðasafnari
Árni Magnússon hafði vetursetu í Skálholti löngum og löngum eftir
1702. Freistandi væri að halda að hann hefði hér um vélt, ef ekki væri
það að safnarinn mikli hafði víst heldur lítinn áhuga á guðsorði á
latínumáli, jafnvel þótt skráð væri á skinn.20 En hver veit, og óþarfi
er að gleyma því að Árni hafði drjúgan áhuga á gömlum helgigripum,
eins og lýsing hans á Hóladómkirkju og minnispunktar hans um merka
kirkjugripi sýna.21
20 í afhendingarskránni frá 1722 segir svo: ‘Fyrir prentaðar pappírsskræður
með gömlum stíl í ónýtu bandi, í folio og qvarto, item fyrir kálfskinnsskræður og
fleiri önnur sundurlaus blöð, sem fyrri afhendingin umgetur, hefur assessor Arni
Magnússon keypt fyrir 2 hndr. 97 al. sem hann hefur betalað með blómuðu túbin
til Cantarakápu sem strax verður áminnst.’ — Með því að bera þessa afhendingu
saman við hina næstu á undan, frá 1698, má gera sér nokkra grein fyrir hvað
þetta var sem Árni fékk hjá Skálholtskirkju í biskupstíð Jóns Vídalíns.
21 Kristján Eldjárn, Minnisgreinar Árna Magnússonar um merka kirkjugripi.
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1976, bls. 121-163.