Gripla - 01.01.1980, Page 33
28 GRIPLA
í Wales, þar sem engin skáldskaparfræði voru samin fyrr en á 14. öld.
Þá er komið að því að drepa á elstu menjar velsks skáldskapar. Það
elsta sem varðveist hefur er að finna í þremur söfnum frá 13. öld:
Black Book of Carmarthen Priory, um 1230 (BBC)
Book of Aneirin, MS Cardiff 1, um 1250 (BA)
Book of Taliesin, MS Peniarth 2, National Library of Wales, um
1275 (BT)
Tvö handritin voru með vissu skrifuð í munkaklaustrum og sennilega
einnig hið þriðja. Öll eru þau endurrit eftir gömlum skinnbókum.
BBC og BT geyma fjölbreytilegan skáldskap frá ýmsum tímabilum.
BA fjallar eingöngu um hernaðinn í Norður-Bretlandi, að undantekn-
um þremur kvæðum annars efnis sem einhvern tíma hafa slæðst inn í
safnið.
Því miður eru þessi fornu kvæði mjög torskilin. Ekki er þó við
handritin að sakast; þau eru vel gerð og skriftin auðlæsileg. En skrif-
ararnir skildu ekki vel hin eldri rit sem skrifuð voru með fornu letri
og úreltri stafsetningu. Vera má að á undan hafi gengið forrit, hvert
af öðru, í allt að 300 ár. Við vitum ekki hvenær kvæðin voru fyrst
skrifuð upp, því að skarð er í heimildum skráðum á þjóðtungunni.
Handrit á velsku eru varla til á tímabilinu frá miðri 10. öld til önd-
verðrar 12. aldar. Nokkrar smágreinar og brot eru til í velskum hand-
ritum frá 9. og öndverðri 10. öld. Stafsetning á þeim er mjög fornleg,
en óvíst hve lengi hún hefur haldist, og því er torvelt að tímasetja þær
minjar fornlegrar stafsetningar og skriftar sem reyndust riturum tor-
ráðnar á 13. öld; við getum aðeins sagt að þetta stafi frá frumritum
sem skráð voru á 11. öld eða fyrr. Textamir em oft brenglaðir og
stundum alveg óskiljanlegir. Skrifararnir reyndu að snúa orðunum í
samtíðarbúning, en oft fóru þeir villir vegar og tókst miður vel að
skilja úrelt orð og orðtæki — sem raunar gátu þegar hafa brenglast í
forritum. Velskir vísindamenn hafa ráðið margar gátur síðustu 40 árin,
en þó verða útgefendur enn í dag að gefast upp við marga torráðna
staði.
Vandamál þau sem safnendur velskra fornkvæða áttu við að stríða
á 13. öld koma greinilega fram í safninu BA. Þar má greina tvo mis-
munandi texta kvæðanna. Lengri textinn er skrifaður af svonefndum
A-skrifara. Hann byrjaði á því að skrifa upp nokkur stutt kvæði, allt
aftur á bls. 23. Þar lét hann tæpar tvær blaðsíður auðar, bætti síðan við