Gripla - 01.01.1980, Page 34
HET JUKVÆÐI Á ÍSLANDI OG í WALES
29
fjórum kvæðum lengri en hinum, tók þá aftur til að skrifa upp stutt
kvæði, uns hann hætti skriftum sínum þegar átta blaðsíður lifðu hand-
ritsins. Þá kom annar til leiks, svonefndur B-skrifari. Rithönd hans er
mjög lík hendi A. Hann fyllti auðu síðurnar í miðjunni og átta síðurnar
að handritslokum. Uppskrift hans hefur glatast að nokkrum hluta, því
að aftan af bókinni vantar að minnsta kosti þrjú blöð. En það sem
varðar textakönnun mest er að B hafði fyrir sér forrit sem var töluvert
frábrugðið því sem A hafði. Orðalag er oft mjög mismunandi hjá A og
B. Sum kvæði verða samferða að nokkru leyti, en síðan fara þau hvort
sína leið. Þótt B-textinn sé styttri, geymir hann samt nokkur kvæði sem
vantar í A-textann, enda var forrit B miklu eldra en hitt sem A hafði.
B hefur sumstaðar endurskrifað beint án þess að reyna að breyta staf-
setningunni; mörg orð eru stafsett eftir venju manna á öndverðri 10.
öld. Þannig voru tvær mismunandi gerðir af kveðskap Aneirins kunnar
á 13. öld, báðar fornlegar og önnur þó meir en hin.
Safnið nefndist Gododdin eftir fyrirsögn í handritinu. Nafnið lýtur
að ríki einu í Norður-Bretlandi, Manau Gododdin. Skáldskapur Aneir-
ins er röð af harmljóðum um hetjur þessa ríkis. Gododdin, og einnig
kveðskapur Taliesins sem var fjölbreyttari, var í miklum metum á 12.
og 13. öld. Þetta voru engir forngripir, heldur nauðsynlegur þáttur af
því sem hirðskáldin áttu að kunna og leggja rækt við. Þessi fornu kvæði
voru mikilvæg í kappleikum sem skáldin háðu sín á milli. Vitnisburður
er til um gildi kveðskapar Aneirins. A einni blaðsíðu handritsins er
svohljóðandi fyrirsögn: ‘Sérhver vísa Gododdins er jafngild heilum
flokki, vegna stöðu kvæðisins í skáldskaparkeppninni.’ Síðan koma
nokkrar tölur um nákvæmt gildi vísna, og loks segir svo: ‘Ekkert skáld
ætti að leggja í keppni án þessa ljóðs, fremur en maður skyldi fara í
bardaga án vopna.’ Tölur eru einnig settar við nokkur kvæði í BT.
Þessar tölur virðast vera mesti hégómi, en samt vitna þær um mikil-
væga hluti. Ef skáldin á 12. og 13. öld hefðu einhverju sinni hætt að
læra og flytja gamlan skáldskap, gæti vel verið að hann hefði glatast
með öllu. Og tilviljun var það ekki að þessi kveðskapur var hátt met-
inn. Hann var að lifna við að nýju, þótt seint væri á skeiði hans. Hann
var þáttur í menningarvakningu sem þá var á fullri ferð í velskum
klaustrum og höfðingjasetrum — og raunar víða um Evrópu. Lær-
dómur stóð með miklum blóma, og skáldskapur var iðkaður með
kostgæfni og tók miklum þroska. Samtímis tóku safnarar að endurrita
gamla texta sem þeir gátu varla botnað í.