Gripla - 01.01.1980, Page 38
JÓN HELGASON
ATHUGANIR ÁRNA MAGNÚSSONAR
UM FORNSÖGUR
Handritið Ny kgl. sml. 1836 4to er komið til konunglega bókasafnsins í
Kaupmannahöfn meðal bóka P. F. Suhms (t 1798) og er eflaust skrifað á
hans vegum. Það er samsett af fjórum hlutum sem ekki eiga skylt hver við
annan, enda hver með sínu blaðsíðutali. Augljóst er að annar hlutinn (80
bls.) er eftir Árna Magnússon. Titilblað að þessum hluta er þannig:
N° 2
Qvædam Excerpta de Monumentis et Historiis Islandicis et eorum
Auctoritate.
Er udskrevet efter et Mst: fra Island, som var med Sysselmand Erland
Olsens (Jon den gamles broders) Haand
af MMagnusen
MMagnusen er Markús Magnússon. Hann sigldi 1771 og var síðan níu ár
í Kaupmannahöfn en eftir það prestur að Görðum á Álftanesi til dauðadags
1825. Á Hafnarárunum skrifaði hann mikið fyrir Suhm en hefur ekki orð
fyrir sérstaka vandvirkni á því sviði. Um forrit sitt segir hann að það var
komið frá Islandi og var með hendi Erlendar sýslumanns Ólafssonar. Er-
lendur dó 1772 og má geta sér þess til að þetta handrit hans hafi verið sent
til Kaupmannahafnar að honum látnum og Suhm þá látið skrifa það upp;
siðan hefur það glatazt.
Erlendur var, eins og sagt er í fyrirsögninni, bróðir gamla Jóns, þ. e.
Grunnavíkur-Jóns, sem þá var enn á lífi (tl779) og kallaður gamli til grein-
ingar frá alnafna sínum, Jóni Ólafssyni úr Svefneyjum. Erlendar er getið
sumsstaðar í Safni Fræðafélagsins V. Hann kom fyrst til Kaupmannahafnar
1728 og var þar þangað til 1742. Eftir lát Árna Magnússonar naut hann árin
1734-42, ásamt bróður sínum, styrks af þvi fé sem Árni hafði látið eftir sig,
og hefur þá skrifað hitt og annað upp (sjá einkum Safn Frf. V 339-40). Þar
á meðal hafa verið þær athuganir sem hér eru prentaðar, en frumrit Árna
sjálfs, sem ætti að vera varðveitt í safni hans ef allt væri með felldu, er týnt,
hvernig sem það hefur atvikazt.
Árna Magnússyni hefur verið mjög tamt að tína saman fróðleik og at-
huganir á miða. Allar líkur eru til að sá partur af safni hans hafi beðið mikið
afhroð í eldinum 1728, en drjúgur hluti er ennþá til, svo sem Chorographica
Gripla IV 3