Gripla - 01.01.1980, Page 39
34
GRIPLA
Islandica í AM 213 8vo, samtíningur um klaustur á Islandi í AM 215 8vo,
og íslenzkt orðasafn í AM 226 8vo. Og ekki má gleyma fyrirferðarmiklum
útdráttum sem hann hefur gert úr gömlum þýzkum kroníkum, prentuðum
og óprentuðum, í AM 909 4to og AM 231 8vo; þeim hefur lítill gaumur
verið gefinn, en ókunnugur spyr hvort vera megi að þar sé eitthvað athuga-
vert að finna, ef sá kæmi til sem fróður væri um þessar bókmenntir og varð-
veizlu einstakra rita þaðan. Enginn vafi er á að það rit eða réttara sagt þau
drög sem hér birtast hafa verið á miðum, þó að Erlendur Ólafsson hafi
skrifað þau upp í samfellu. Þeim til hægðarauka sem kynnu að vilja vitna
til þeirra er hér aukið inn greinatölum, 1-135, og má ímynda sér að þær
samsvari nokkurnveginn miðatölunni í frumritinu.
Þessar athuganir Árna Magnússonar hafa áður ekki verið gaumgæfilega
kannaðar í heild. Guðbrandur Vigfússon las handritið endur fyrir löngu og
lét prenta úr því einstaka smákafla, og svo hafa aðrir gert síðar, en annars
hefur því lítið verið sinnt. I Árni Magnússons Levned og Skrifter, 1930,
virðist þess hvergi getið.
Hlutverk útgefanda hefur einkum verið að leita uppi tilvitnanir, bæði
hvaðan Árni hafi tekið þær og í annan stað hvar þær sé að finna á þeim
prentuðum bókum sem nú tíðkast. Tölur utanmáls með smáletri eru blað-
síðutölur handritsins. Skammstafanir eru þessar helztar:
Hkr: Heimskringla.
IF: Islenzk fornrit.
ÍRSA: íslenzk rit síðari alda.
LdnSk: Landnáma prentuð í Skálholti 1688.
LMIR: Late Medieval Icelandic Romances.
ÓT: Ólafs saga Tryggvasonar.
ÓTSk: Ólafs saga Tryggvasonar prentuð í Skálholti 1689.
StOH: Den store saga om Olav den hellige.
Útgefendanöfn skammstöfuð í bókatitlum: F(innur) J(ónsson), G(uð-
brandur) V(igfússon), Kál(und).
3 1. Lexicon Gudmundi Andreæ evolvatur
p. 14 b 20 a 22 a 24 b 30 b 33 b NB 35 b 42 b 45 a
46 b bis 57 a bis 74 a b 75 a 81 b 84 b 101 a 119 b
124 a 129 b 130 a 149 b 150 aNB. 151 b 154 aNB.
159 a 160 a 209 b 224 a 225 a 226 a 227 a 228 a NB.
229 a b NB. 230 a 231 b 237 b 242 bNB. 249 a
1. Tilvísanir til staða (blaðsíðu og dálks) í orðabók Guðmundar Andrésson-
ar, Lexicon Islandicum, 1683, þar sem ÁM hefur þótt eitthvað sérstaklega