Gripla - 01.01.1980, Page 46
ATHUGANIR ÁRNA MAGNÚSSONAR UM FORNSÖGUR 41
21. Saga af Hrómundi Greipssýni er einskis verd. Þormódur Torfason
in Epistola qvadam mihi scripta, ad skilia sú sem eg hafdi sent honum.
Et verum est, impostura enim est, Jons Eggertssonar.
22. Af Starkadi gamla hefi eg séd Sóguþátt á Islandi, var ei | annad
enn tekid úr Hrolfs sögu Gautrekssonar, og skeitt þar aptan vid úr
þættinum af Þorsteini skelk i Olafssögu.
refer ad interpolationem Codicum Islandicorum.
23. I Halla þætti i Noregs Konúnga Sögum talast um Hákon Jarl Ríka
níddann af Þorleife Skáldi.
Um Fafni og Sigurd Fafnisbana. Um Þór og Geirraud Jótun.
24. Brandur prior hinn Fródi hefur mest skrifad Breidfýrdínga kýn-
slód. Landnamabóc impr: p: 51.
25. Þetta efterskrifad er Nidurlag Olafs Sógu Trýggvasonar in Mem|
brana Bibliothecæ Resenianæ:
Sva segia brædur Gunnlógur og Oddur: ad þessir menn hafi þeim mest
fýrirsagt, hvad er þeir hafi sídan samansett, oc í frasagnir fært af Olafi
Konúngi Trýggvasýni: Gellir Þorgilsson, Asgrímur Vestlidason, Biarni
Bergþorsson, Ingunn Arnórsdóttir, Herdís Dadadóttir, Þorgerdur Þor-
steinsdóttir. oc sídan segiz Gunnlögur svnt hafa Gizori Hallssýni, oc
hafdi sagdur Gizor hiá ser þá bóc xij mánudi. en sídan er hún komin
aptur til bródur Gunnlaugs. emenderaþi hann hana siálfr þar sem
Gizori þótti þurfa. | Vide Olafs sögu impress: Part: II: pag: 329.
21. Hrómundar saga, samin upp úr rímunum af Hrómundi (Griplum) er
prentuð 1 Fornaldarsögum Norðrlanda II, 1829 (endurprentuð í síðari út-
gáfum).
22. Hér mun átt við þátt sem varðveittur er í AM 592a 4to (17da öld), bl.
121-4. Þar er fremst kafli um Starkað eftir Gautreks sögu (ekki Hrólfs sögu
Gautrekssonar) og aftan við sagt frá Þorsteini skelk, samhljóða þættinum í
Flat. I 416-18 að efni til, en mjög frábrugðið að orðum.
23. Sneglu-Halla þáttur er í Morkinskinnu, Huldu-Hrokkinskinnu og Flat-
eyjarbók; þeir staðir sem ÁM á við eru í lF IX 267-8 (tvær vísur, önnur
um Þór og Geirröð, hin um Sigurð og Fáfni) og 285 (níð Þorleifs um Hákon
jarl).
24. LdnSk, p. 51 [= ÍF I 137].