Gripla - 01.01.1980, Side 57
52
GRIPLA
46 dictssýni) hvar af sá eini skal höndla um [ Reikiadal og Eyafiörd, sá
annar um Skagafiörd.
Benedict Magnusson 1697.
94. Reikdælu hefeg bædi sed og lesid þá eg var úngur, hún var í láni
hiá mínum sal: fódur, enn hvör hana átti man eg ei. Þess er og ad giæta
ad sógurnar eru adskilianlega nefndar: so sem ein hiá oss sem nafn-
kend er Eirbýggia hefur og annad nafn, og er nefnd Vatzhýma, so
citerar Sra Amgrímur hana í sinni Crýmogæa, og færir þar inn dæmi
mörg sem ei finnaz í sógum nema Eýrbýggiu. þad hefi eg gaumgæfilega
47 samanleidt, má so [ vera um fleiri sögur. Halldor Þorbergsson 1696.
Reikdælu segest Halldor Þorbergsson lesid hafa þá hann var úngur
drengur, minni sig ad sál: Magnus Lögmadur hafi hana led sínum
(Haldórs) födur, sídan segist hann hana ei sed hafa, og ei vita hvar se.
scripsit mihi 1696.
Um Reikdælu minnist eg ad í henne væm nefndir Askell Godi og Ver-
mundur Kógur. Þad kann vel vera sem þer skrifid ad ódm nafni se
nefnd. so sem Eýrbýggia, er vær svo nefnum, kallaz af Sra Arngrími
Vatzhýrna. Halldór Þorbergsson. 1699.
48 NB. Eg skrifade honum til anno 1699. um inntak úr Reikdælu, so mikid
sem hann tilmýndi, og feck þetta svar.1
1 Hér á eftir hefur hdr. kólon, en orðin ‘þetta svar’ eiga við það sem á undan
er komið.
var sonur Benedikts Pálssonar klausturhaldara og Sigríðar Magnúsdóttur.
Eftir lát Benedikts 1664 giftist Sigríður Jóni Eggertssyni. Þegar ÁM var að
leita handrita að Reykdæla sögu hefur honum komið til hugar að spyrja son
Sigríðar, sem átt hafði söguna (§92); sjálf dó Sigríður 1694 (Annálar II 309).
Þetta erindi hefur Benedikt Magnússon, eflaust sá sem tók sér nafnið Bech,
tekið að sér að reka. Hann kom til háskólans 1694 og hefur þá kynnzt ÁM,
en 1697 var hann á Islandi (AM Brevveksling med Torfæus, bls. 198, 202,
205) og mun greinin tekin upp úr bréfi frá honum.
94. Kaflar úr bréfum frá Halldóri Þorbergssyni (um 1623-1711), svör við
fyrirspurnum frá ÁM um Reykdæla sögu. Tveir kaflarnir eru frá árinu 1696
(að mestu samhljóða), einn 1699. Greinin áður prentuð mestöll í BiblArn
XXX, 1970, bls. 281. Faðir Halldórs, Þorbergur Hrólfsson, dó 1656.