Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 87
82
GRIPLA
Tafla I Öxna-Þórir
r Úlfur J Göngu-Hrólfur i h ; i Rauðúlfur Ofeigur lafskegg 1 j
, 1 Asvaldur _ i Ósvaldur 1 Kaðlín Ósva dur 1 1 Eysteinn Kráku-Hreiðar 1 1
1 Þorvaldur i Ölvir hvíti i Niðbjörg Ölvir hvíti i Gunnsteinn Ofeigur þunnskegg i |
i Eiríkur rauði 1 Þorst. hvíti , 1 Ósvífur Þorst . hvíti Halldóra o.fl. Björn l |
(Landn., Eir.) 1 Þorgils Guðrún o. fl. I>orS Is Vigfús Víga- Tungu-Steinn
i Brodd-Helgi (Þorst. s. hvíta) (Laxdæla) Brodd-Helgi Glumsson (Landn,) (Landn.) (Landn., Vopnf.s., Njála)
Rauðúlfur, sem getið er í 227. kapítula Sturlubókar, er nefndur Ráð-
úlfur í 193. kapítula Hauksbókar. Ósvaldur er sagður sonur Öxna-
Þóris í Landnámu, Vopnfirðinga sögu og Njálu, en sonur Göngu-Hrólfs
Öxna-Þórissonar í Þorsteins sögu hvíta. Kaðlín er í 84. kapítula Sturlu-
bókar og 72. kapítula Hauksbókar sögð dóttir Göngu-Hrólfs,9 eins og
í Laxdælu, en í Landnámu (309. kapítula Sturlubókar, 270. kapítula
Hauksbókar), Historia Norwegiæ, Fagurskinnu, Orkneyinga sögu, Ólafs
sögu helga hinni sérstöku, Heimskringlu og Knýtlinga sögu er Göngu-
Hrólfur sagður sonur Rögnvalds Mærajarls.10 í Historia Norwegiæ er
Göngu-Hrólfur nefndur Rodulfus, ‘a sociis Gongurolfr cognominatus’
(þ. e. auknefndur Göngu-Hrólfur af félögum sínum).11 Nú er engin leið
að vita hvemig á því stendur, að Göngu-Hrólfur er talinn sonur Öxna-
Þóris í Laxdælu og Þorsteins sögu hvíta, en líklegt er að Úlfur í Eiríks
sögu og Landnámu, Rauðúlfur eða Ráðúlfur í Landnámu og Göngu-
Hrólfur í Laxdælu og Þorsteins sögu hvíta séu komnir af einu og sama
nafni. Ásvaldur í Eiríks sögu rauða og Landnámu og Ósvaldur í Þor-
steins sögu hvíta, Vopnfirðinga sögu, Njálu (þar er nafnið afbakað á
ýmsa vegu í handritum) og Landnámu er að sjálfsögðu sama nafnið,
og er þá augljóst, ef Ósvaldur (Ásvaldur) sonur eða sonarsonur Öxna-
9 ísl. fornr. I, 123.
10 Sbr. Svend Ellehpj, Studier over den ældste norrpne historieskrivning, Biblio-
theca Arnamagnœana XXVI, Hafniæ 1965, 161-71 og Tillæg; Isl. fornr. I, 314.
11 Monumenta Historica Norvegiœ, udg. ved Dr. Gustav Storm, Kristiania
1880, bls. 90.
J