Gripla - 01.01.1980, Page 88
ÆTT EIRÍKS RAUÐA
83
Þóris hefur verið til, að Ölvir hvíti í Álmdölum og Þorvaldur landnáms-
maður á Dröngum hafa verið bræður, ef þeir hafa verið til annars
staðar en á bókum. Sömuleiðis verður að gera ráð fyrir að Ósvaldur
og Eysteinn, landnámsmaður í Hörgárdal, hafi verið bræður, ef Ulfur,
Göngu-Hrólfur og Rauðúlfur (Ráðúlfur) er allt upphaflega sama nafnið
(Hróðúlfur?). Þá yrði ættskrá frá Öxna-Þóri á þessa leið:
Hróðúlfur? | Ófeigur lafskegg 1
i Osvaldur 1 Eysteinn 1 Kaðlín 1 Kráku-Hreiðar
1 1 1 1 Gunnsteinn l Niðbjörg 1 Ófeigur þunnskegg
Þorvaldur Ölvir hvíti i 1
1 1 Eiríkur r. Þorst. hvíti Halidóra i Ósvífur 1 Björn 1
1 Þorgils 1 Brodd-Helgi Vigfús Víga-Glúmss. Guðrún Tungu-Steinn
Landnámsmenn sem nöfn þeirra eru á þessari skrá eru sem hér segir:
Þorvaldur á Dröngum, talinn þriðji maður frá Öxna-Þóri; Þorsteinn
hvíti, talinn þriðji eða fjórði maður frá Öxna-Þóri; Eysteinn á Lóni
(Skipalóni), talinn annar maður frá Öxna-Þóri; Ófeigur lafskeggur og
Kráku-Hreiðar sonur hans, taldir fyrsti og annar maður frá Öxna-Þóri.
Niðbjörg, talin þriðji maður frá Öxna-Þóri, er í Laxdælu og Landnámu
sögð kona Helga Óttarssonar, en hann var samkvæmt Laxdælu, Eyr-
byggju og Landnámu sonarsonur Bjarnar hins austræna og annar maður
frá landnámsmanni.12
Öxna-Þórir er í heimildum talinn samtímamaður Haralds hárfagra.
Af honum hefur verið stutt frásögn í Hauksbók og er varðveitt í eftir-
ritum, best í svonefndum viðauka Skarðsárbókar:
Yxna-Þórir hét maður ágætur á Ögðum og auðigur; hann átti þar
þær þrjár eyjar er átta tigir yxna var í hverri. En er Haraldur kon-
ungur hárfagri bað hann strandhöggs, þá gaf hann honum eina eyna
og alla yxnina með. Af því var hann kallaður Yxna-Þórir, og er
frá honum komið margt stórmenni á íslandi og Noregi. Son Þóris
« ísl. fomr. V, 85, IV, 12, I, 122-23.