Gripla - 01.01.1980, Page 89
84
GRIPLA
var Ósvaldur faðir Ölvis hins hvíta, föður Þorsteins hins hvíta,
föður Þorgils, föður Brodd-Helga, föður Víga-Bjarna.13
Samkynja frásögn, ugglaust runnin frá sömu heimild, er í Laxdælu:
. . . hann (/>. e. Öxna-Þórir) var hersir ágætur austur í Vík. Því var
hann svo kallaður, að hann átti eyjar þrjár og átta tigu yxna í
hverri. Hann gaf eina eyna og yxnina með Hákoni konungi, og
varð sú gjöf allfræg.14
I þessari klausu er ‘Hákoni’ ugglaust villa fyrir Haraldi, væntanlega
til komin vegna þess að nafnið hafi verið skammstafað í handriti, og
bendir það til að þessi frásögn hafi verið í einhverri gamalli heimild um
Harald hárfagra, þar sem augljóst hefur verið við hvern var átt, enda
þótt nafnið hafi verið skammstafað.
I heimildum sem gera ráð fyrir að Öxna-Þórir hafi verið samtíma-
maður Haralds hárfagra er eðlilegt að ætla að börn hans eða barnaböm
hafi verið meðal landnámsmanna á íslandi. Samkvæmt því hefðu
Kráku-Hreiðar, Eysteinn á Lóni og Ölvir hvíti verið samtímamenn, ef
fylgt er ættartölum í Landnámu, Vopnfirðinga sögu og Njálu, en
Göngu-Hrólfi í ættartölunni í Þorsteins sögu hvíta hafnað og gert ráð
fyrir að Ósvaldur hafi verið sonur Öxna-Þóris. Sömuleiðis hefur Þor-
valdur á Dröngum verið þessum landnámsmönnum samtíða, ef gert er
ráð fyrir að Asvaldur og Ósvaldur hafi verið einn og sami maður. Þá
yrði ættskrá frá Öxna-Þóri á þessa leið:
Tafla 111
Öxna-Þórir
1 Ósvaldur 1 1 Rauðúlfur (Hróðúlfur?) I 1 Ófeigur lafskegg 1
i :—i Þorvaldur Ölvir hvíti i Kaðlín 1 Eysteinn Kráku-Hreiðar I
1 I Eiríkur r. Þorsteinn hvíti 1 Niðbjörg 1 Gunnsteinn Ófeigur þunnskegg 1
1 Þorgils , 1 Ósvífur 1 Halldóra Björn 1
1 Brodd-Helgi 1 Guðrún 1 Vigfús Víga- Tungu-Steinn
13 Skarðsárbók ..., Jakob Benediktsson gaf út, Reykjavík 1958, bls. 192-93.
i* ísl. fornr. V, 85.