Gripla - 01.01.1980, Síða 90
ÆTT EIRÍKS RAUÐA
85
Tungu-Steins er getið í Grettis sögu, en varla er sú saga tækur vitnis-
burður um hvenær hann hafi verið uppi. Samkvæmt 209. kapítula
Sturlubókar og 176. kapítula Hauksbókar Landnámu var Tungu-Steinn
þriðji maður frá landnámsmanni í móðurætt.15 Það er því líklegt að
Brodd-Helgi, Guðrún Ósvífursdóttir, Vigfús Víga-Glúmsson og Tungu-
Steinn hafi verið samtímamenn, en Guðrún Ósvífursdóttir líklega yngst
þeirra, að því er ætla má af ættartölum; Gellir sonur hennar var fæddur
um 1009. Þessum mönnum hefur Eiríkur rauði einnig verið samtíða,
og kemur þá ekki til mála að hann hafi verið þriðji maður frá Öxna-
Þóri. Ef ættartala Eiríks rauða í sögu hans og Landnámu er tekin
trúanleg verður að gera ráð fyrir að Öxna-Þórir hafi átt son sem Úlfur
hét og að hann hafi látið son sinn heita eftir Ósvaldi bróður sínum;
mætti þá gera ráð fyrir að Úlfur hafi verið yngstur þeirra sona Öxna-
Þóris sem heimildir nefna, og væri tímatal þá ekki eindregið því til
fyrirstöðu, að ættartalan fengi staðist. En ættartala Eiríks rauða er af
öðrum ástæðum heldur ósennileg.
I 158. kapítula Sturlubókar segir að Þorvaldur Ásvaldsson hafi
numið Drangaland og Drangavík til Enginess, en í 156. kapítula Sturlu-
bókar og 126. kapítula Hauksbókar, að Skjalda-Björn hafi numið land
frá Straumnesi til Dranga, og verður þá ekki betur séð en að landnám
þeirra Þorvaldar og Skjalda-Bjarnar hafi skarast.16 Líklegt er að Horn-
strandir hafi byggst síðar en flest önnur héruð landsins, og er þó ekki
víst að miklu hafi munað, því að trúlegt er að rekaviðurinn og önnur
hlunnindi á Ströndum hafi freistað manna til búsetu. Ef rétt er sagt frá
landnámi Þorvalds á Dröngum er þess að vænta, að hann hafi komið
í síðara lagi þeirra landnámsmanna sem settust að á Ströndum og hafi
orðið að sætta sig við kostarýrt land. Á þetta hefur verið bent til
skýringar því, að Eiríkur rauði hafi flust suður til Breiðafjarðar.17
Líklegt er að Eiríkur rauði hafi andast um 1015, og má þá gera ráð
fyrir að hann hafi verið fæddur um eða skömmu fyrir 950.18 í Eiríks
sögu rauða og Landnámu segir að Þorvaldur og Eiríkur rauði ‘fóru af
Jaðri fyrir víga sakir.’ Eftir þessu verður að gera ráð fyrir að Eiríkur
15 ísi. fornr. I, 242.
16 Sama rit, 197 og nmgr. 10.
17 Gwyn Jones, The Norse Atlantic Saga, London 1964, bls. 45.
18 Grœnland í miðaldaritum, Olafur Halldórsson bjó til prentunar, Reykjavík
1978, bls. 381-82.