Gripla - 01.01.1980, Page 91
86
GRIPLA
hafi verið uppkominn maður, vopnfær og farinn að vega menn, þegar
hann kom til íslands, væntanlega ekki yngri en tvítugur. Þeir feðgar
hefðu þá átt að koma til íslands um eða skömmu fyrir 970.
Elsta rituð heimild sem getur Eiríks rauða er íslendingabók Ara
fróða væntanlega rituð fyrir 1133. Þar er Eiríks getið á þessa leið:
‘Eiríkur hinn rauði hét maður breiðfirskur . . ,’19 Ef texti Eiríks sögu
rauða og Landnámu er tekinn trúanlegur verður að gera ráð fyrir að
Eiríkur hafi verið fáein ár á Dröngum á Hornströndum. Þá verða ekki
eftir handa honum nema rétt um tíu ár til búsetu við Breiðafjörð, og væri
þá líklegra að Ari fróði hefði nefnt hann mann norrænan, þ. e. norskan.
Ari notar ‘maður norrænn’ um landnámsmennina Ingólf í Reykjavík
og Ketilbjörn á Mosfelli; Helgi magri segir hann að hafi verið norrænn
og Ketill flatnefur hersir norrænn, en um Ulfljót segir hann, að hann
var ‘maður austrænn’. Tungu-Oddur og Þórarinn Ragabróðir segir Ari
að hafi verið borgfirskir, en Þorsteinn surtur og Eiríkur rauði breið-
firskir. Tungu-Oddur, Þórarinn Ragabróðir og Þorsteinn surtur voru
barnfæddir í þeim héruðum sem Ari kennir þá við; líklegt væri að sama
máli gegndi um Eirík rauða. Að sjálfsögðu verða orð Ara þó ekki tekin
sem bjargföst sönnun þess að Eiríkur rauði hafi verið borinn og barn-
fæddur Breiðfirðingur, en þó verður að leggja áherslu á, að vitnisburður
Ara er mikilvægur, bæði vegna þess að íslendingabók er langelst allra
heimilda sem geta Eiríks rauða og vegna þess að hún er skrifuð af
manni sem var nákunnugur við Breiðafjörð.
í Eiríks sögu rauða og Landnámu er sagt frá deilum Eiríks við
Þorgest á Breiðabólstað, sem í Eyrbyggju er nefndur hinn gamli.20 í
þessum deilum hafa breiðfirskir höfðingjar skipst í tvo flokka, með og
á móti Eiríki, og verður ekki betur séð en að sú skipting hafi farið eftir
ættum og mægðum. Þorgesti fylgdu að málum Þorgeir úr Hítardal
bróðursonur hans, synir Þórðar gellis, væntanlega Eyjólfur grái, Þorkell
kuggi og Þórarinn fylsenni, en Þorgestur átti Arnóru systur þeirra;
einnig fylgdu Þorgesti svili hans, Áslákur úr Langadal og Ulugi sonur
hans. Eiríki fylgdu að málum synir Þorbrands Þorfinnssonar í Álftafirði,
Þorbjörn Vífilsson, Eyjólfur úr Svíney og Víga-Styrr. Eyjólfur úr
Svíney og Víga-Styrr voru systkinasynir, að því er sagt hefur verið í
Melabók Landnámu, en engar heimildir geta þess, að þeir hafi verið
vandabundnir sonum Þorbrands úr Álftafirði eða Þorbirni Vífilssyni,
19 ísl. fornr. I, xvii-xviii og 13.
20 ísl. fornr. IV, 59.