Gripla - 01.01.1980, Síða 92
ÆTT EIRÍKS RAUÐA
87
né heldur að neinn þessara manna hafi verið skyldur eða venslaður
Eiríki rauða, enda eru heimildir um ættir þessara manna af skornum
skammti.
Móðir Eiríks rauða er hvergi nefnd, og engra móðurfrænda hans er
getið í heimildum, nema Þorkels farserks sem er sagður systrungur
Eiríks rauða í 93. kapítula Sturlubókar og 80. kapítula Hauksbókar.21
Engar heimildir nefna föður Eyjólfs í Svíney; hann er nefndur Æsuson
í Eyrbyggju, sem bendir til að hann hafi ungur misst föður sinn. Kona
hans er heldur ekki nefnd í heimildum. Þorbjörn Vífilsson er sagður
sonur Vífils leysingja Auðar djúpúðgu í 100. kapítula Sturlubókar og
27. kapítula Melabókar, svo og í Eiríks sögu rauða,22 en sú ættfærsla
fær alls ekki staðist; Þorbjörn hefur verið miklu yngri maður en svo,
að hann gæti verið sonur manns sem kom út með Auði djúpúðgu. Af
þessu er það tvennt ljóst, að hvorki eru til heimildir sem gætu gefið
bendingu um skyldleika eða vensl Eiríks rauða og stuðningsmanna
hans, né heldur neinar heimildir sem gætu afsannað að hann hafi verið
skyldur þeim eða venslaður.
Ef orð Ara fróða í íslendingabók, þar sem segir að Eiríkur rauði hafi
verið ‘maður breiðfirskur’, eru skilin á þann veg, að Eiríkur hafi verið
borinn og barnfæddur í Breiðafirði er augljóst að þar hefur hann átt
frændur og venslamenn. Leit í heimildum að þessum ættmönnum Eiríks
getur aldrei orðið annað en leikur. Þó má telja öruggt að bandamenn
hans í Breiðafirði hafi verið í einhverjum ættartengslum við hann, en
engin leið er að ráða í þau tengsl af varðveittum heimildum. Þó skal
hér aðeins brugðið á leik.
í 89. kapítula Sturlubókar, 77. kapítula Hauksbókar og 2. kapítula
Eiríks sögu rauða segir að Eiríkur var með Ingólfi á Hólmslátri veturinn
áður en hann fór að byggja Grænland.23 Ingólfur þessi er ekki ættfærður
fremur en aðrir Breiðfirðingar sem eru nefndir í frásögnum af deilum
Eiríks rauða og Þorgestlinga, en vitanlega er ekki átt við landnáms-
manninn Ingólf Ánason á Hólmslátri, sem er nefndur í 94. kapítula
Sturlubókar og 81. kapítula Hauksbókar,24 heldur væntanlega afkom-
anda hans, eða öllu fremur Þorvalds bróður hans, í þriðja eða fjórða
lið. Þá má spyrja á hvern hátt Ingólfur á Hólmslátri hafi verið svo
21 ísl. fornr. I, 134-35.
22 ísl. fornr. I, 141; IV, 196-97.
23 ísl. fornr. I, 132; IV, 201.
24 ísl. fornr. I, 134-37.