Gripla - 01.01.1980, Page 97
HERMANN PÁLSSON
UNDE VENIT UNDA?
í sextugasta kafla Laxdælu eru glögglega rakin orðaskipti þeirra
Guðrúnar Ósvífursdóttur og Þorgils Höllusonar, er hann lofast til að
koma fram hefndum fyrir víg Bolla Þorleikssonar og hún heitir honum
að launum ‘at giptask engum manni pðrum samlendum en honum; en
ek ætla ekki at giptask í pnnur lpnd.’ Þorgilsi þykir nú þetta vel mega
fyrir bíta og gengur í gildruna, en eftir víg Helga Harðbeinssonar áttar
hann sig loks á ginningunni, þegar Guðrún gefur skýringu á tvíræðu
orðalagi í loforðinu: ‘Þykkjumk ek enda við þik pll ákveðin orð, þó at
ek giptumk Þorkatli Eyjólfssyni, því at hann er nú eigi hér á landi.’ Þá
mælti Þorgils og roðnaði mjög: ‘Gprla skil ek, hvaðan alda sjá rennr
undir; hafa mér þaðan jafnan kpld ráð komit; veit ek, at þetta eru ráð
Snorra goða.’ (65. kap.) Síðar í sögunni (68. kap.) segir Þorkell: ‘Djúpt
standa ráð þín, Snorri.’
Svipað orðtak er í Ölkofra þætti. Svo hagar til að sex höfðingjar og
eigendur Goðaskógar, sem Ölkofri brenndi óviljandi að köldum kolum,
koma sér saman um að hagnast af slysinu, og fellur í hlut Skapta lög-
sögumanns að stefna Ölkofra um skógarbrennuna og ‘lét varða skóg-
gang.’ Eins og þeir Sámur og Þorbjörn í Hrafnkels sögu leitar Ölkofri
hjálpar á Alþingi, en enginn maður vill heita honum liði. Að lokum
sér Broddi Bjarnason aumur á honum og gefur ráð sem duga. Málið
fer þannig að Skapti og Guðmundur ríki ætla að kveða upp dóm og
ákveða skaðabætur, eftir að Ölkofri virðist hafa samþykkt að hlíta
úrskurði þeirra, en þá bregður svo undarlega við að Ölkofri segir: ‘Því
neitaða ek allan tíma, at þeir skyldu gera, en svá var skilit í handlagi,
at ek skylda kjósa tvá menn til, þá er ek vilda.’ Þegar leitað er um
handsalavætti og mönnum kemur ekki saman um hversu skilið var,
segir Skapti: lHvaðan rann sjá alda undir, Qlkofri? Sé ek at þú heldr
npkkuru rakkara halanum en fyrir stundu áðan, eða hverja menn muntu
kjósa til gprðar?’ Ölkofri kýs þá Brodda og Þorstein mág hans, og þeir
gera einar sex álnir hverjum eiganda skógarins í skaðabætur.