Gripla - 01.01.1980, Page 100
HERMANN PÁLSSON
GLÁMSÝNI í GRETTLU
Varla sýnist allt sem er
ýtum þeim sem bægir drer.
Málsháttakvœði
Þegar viS rannsökum hugmyndaheim íslendingasagna á skipulegan
hátt, sjáum við glöggt hve tamt höfundum þeirra er að beita andstæðum,
svo sem góðmennsku og illsku, ást og hatri, vizku og heimsku, réttlæti
og ójafnaði, hugrekki og hugleysi, frelsi og ófrelsi, styrk og veikleika,
sannleika og lygi. Stundum hagar svo til að einstakar persónur verða
nokkurs konar tákn fyrir tiltekna eiginleika, en hitt er þó aðal sumra
beztu sagnanna að átökin milli sundurleitra afla og tilhneiginga verða
ekki einungis í baráttu við andstæðing heldur einnig í huga hetjunnar
sjálfrar. Hugmyndir sagnanna um mannlegt eðli og hegðun má einkum
kanna frá tvenns konar viðhorfum: í fyrsta lagi sem hluta af heildar-
merkingu listaverksins sjálfs, hvort sem um er að ræða persónulýsingar,
frásagnarhátt eða atburðakeðju, og í öðru lagi sem vitnisburð um lífs-
skoðanir menntaðra Islendinga um það leyti sem sögurnar voru skráðar,
og þá hljótum við að bera þær saman við önnur varðveitt rit á móður-
málinu, þýdd og frumsamin, frá því tímabili. Sumar hugmyndir sagn-
anna eru vafalaust af fornum innlendum rótum runnar, en aðrar eru
þegnar úr útlendum ritum; um ýmsar verður ekki staðhæft hvaðan
komu: heimanfengin og aðflutt efni hafa runnið saman í eitt.
Raunsæi og hugsýni eru eitt af mörgum andstæðum tvinnum í sög-
unum. Margar lýsingar þeirra eru eins og ljósmyndir af veruleika, en á
hinn bóginn kinoka höfundar sér ekki við að beita draugum, forynjum
og öðrum annarlegum fyrirbærum sem liggja handan við raunveruleik-
ann. Höfundur Grettlu lætur sér sem sagt ekki nægja að lýsa því sem
eitt sinn hafði gerzt eða hefði getað gerzt, heldur sækir hann ýmsar
lýsingar í heim hugarburðar eins og skáldum er títt. Hitt væri þó mis-
skilningur að telja höfund lélegri sagnfræðing þegar hann lýsir tröllkonu
í Bárðardal en þegar hann bregður upp raunsærri mynd af hrossa-
geymslu á Miðfjarðarhálsi. Hér er um tvenns konar frásagnarhátt að
ræða en hvorug lýsingin þarf að lúta að raunverulegum atburðum. Hins