Gripla - 01.01.1980, Page 102
GLÁMSÝNI í GRETTLU
97
þrek manns reyna bæði vopn og rekkja.”3 Grettir þolir ekki einungis
miklar raunir í bardögum, heldur einnig í veikindum sínum fyrir and-
látið. En nú er það einkum tvennt, sem Gretti skortir til að standast
eldraunina. í fyrsta lagi er hann lítill skapdeildarmaður og bregzt illa
við, er á hann er leitað; einkum hlauzt illt af því að hann skorti þolin-
mæði í kirkjunni við skírslu, þegar hann átti að hreinsa sig af áburði
um morðið á Þórissonum. Og í öðru lagi þolir hann þau álög að geta
ekki ávallt séð hlutina eins og þeir eru í raun og veru.
Viðureignin við Glám veldur tímamótum í ævi Grettis. Hann er þá
á hátindi frægðar sinnar: sigur hans á berserkjunum tólf og önnur
framaverk í Noregi hafa ekki einungis gert hann að mikilmenni í ann-
arra manna augum, heldur finnst honum sjálfum að ekkert sé sér
ofvaxið. Hér kemur því skýrlega fram skortur á raunsæi og sjálfsþekk-
ingu, og eiga nú raunar við orð Snorra, þótt hann beiti þeim í öðru
sambandi: “Margur er dulinn að sér.” Fyrir fundinn við Glám er Grettir
varaður við að freista hamingjunnar. “Sitt er hvort gæfa eða gjörvig-
leikur”, segir Jökull frændi hans, en Grettir er einráðinn að reyna afl
sitt til hlítar og gengur ótrauður á vit hættunnar. Lokaorðin í ræðu
draugsins í Forsæludal hljóða á þessa lund: “Þú munt verða útlægur
ger og hljóta jafnan úti að búa einn samt. Þá legg ég það á þig, að þessi
augu séu þér jafnan fyrir sjónum, sem ég ber eftir, og mun þér þá erfitt
þykja einum að vera, og það mun þér til dauða draga.” Illspáin á brátt
eftir að rætast: Grettir er gerður útlægur fyrir glæp sem hann hafði ekki
unnið,4 hann erlendist frá öðru fólki og á örðugt með að þola ein-
veruna. Draugurinn kveður að vísu ekki skýrt að orði, en eftir fundinn
gerir höfundur merkinguna ljósari: “Á því fann hann mikla muni að
hann var orðinn maður svo myrkfælinn að hann þorði hvergi að fara
einn saman þegar myrkva tók. Sýndist honum þá hvers kyns skrípi, og
það er haft síðan fyrir orðtæki að þeim ljái Glámur augna eða gefi
glámsýni er mjög sýnist annan veg en er.” Einsætt er því að Grettir er
3 Viðrœða œðru og hugrekki (hluti af ritinu Moralium dogma, sem eignað var
Philippus Gualterus, höfundi Alexanders sögu), Hauksbók, 305.
4 Eitthvert ískyggilegasta atriðið í álögum Gláms er: ‘.. . en héðan af munu
falla til þín sektir og vígaferli, en flest öll verk þín snúast þér til ógæfu og ham-
ingjuleysis.’ Þegar Grettir syndir yfir ískalt sund eftir veturnætur til að sækja eld
handa kölnum félögum sínum, snýst góðverkið honum til bölvunar; honum er
kennt um húsbrunann, sem varð um leið. Hér er því misræmi á milli hvata Grettis
og afleiðinga af gerðum hans.
Gripla IV 7