Gripla - 01.01.1980, Síða 104
GLÁMSÝNI í GRETTLU
99
vorri trú með skröksamlegum ógnum eða með mikilleik líkama ýmis-
legra skrímslaT’8 Um glámsýni og hræðslu sem djöflar gera mönnum
segir enn fremur: “Þeir eru og vanir á sig að bregða eða sína limu
ýmislegu skröklegu yfirbragði og ganga svo í sýn við oss, að hugurinn
vor óttist en líkaminn hristist af hrœðslu.”9 í Elúcídaríus er einnig varað
við sjónhverfingum djöfla: “Sjá megu þeir í hugrenningu skrímsl þau er
þeir kasta í hug mönnum, því að þegar skyggva nokkur synda myrkur
andarljós, en þeir sjá eigi ásjónar krafta þ(á) er guð sendir í hug mönn-
um.”10 Við þessi dæmi um sjónhverfingar mætti bæta ýmsum öðrum,
en hér verður þó látið staðar numið. Nú er það athyglisvert, að sjón-
hverfing og sannleikur eru stundum andstæður í þýddum ritum,11 enda
fara myrkur, missýni og lygi saman, en birta, glöggsýni og sannleikur
eru skyld hugtök að tali lærðra manna fyrr á öldum.
I Islendingasögum eru ýmis dæmi um fjölkunnuga menn eða konur
sem villa mönnum sýn. Hér má nefna frásögnina af Svan í Njálu, þegar
hann verndar Þjóstólf fyrir eftirsókn Osvífurs: “Svanur tók geitskinn
eitt og veifði um höfuð sér og mælti:
Verði þoka
og verði skrípi
og undur öllum þeim
er eftir þér sækja.”
Orðalagið minnir nokkuð á einn stað í inngangi Trójumanna sögu:
“Apolló . .. var mjög fjölkunnugur og gerði mörg skrípi og undur,”12
og má vel vera, að höfundur Njálu hafi þegið þetta þaðan. Hugmyndir
manna um galdur, hjátrú og önnur skyld fyrirbæri á íslandi fyrir kristni-
töku eru býsna vafasamar, og veldur því einkum tregða til að kanna
sögurnar í Ijósi íslenzkrar menningar á þrettándu öld. Grettir er ekki
eini maðurinn sem glámsýni er gefin.
Þeir útlagarnir Gísli Súrsson og Grettir eru að því leyti líkir, að báðir
eru þeir myrkhræddir, en þriðju útlagahetjunni í fornsögum okkar er
öðruvísi farið. Um Hörð Grímkelsson segir: “Honum mátti engar sjón-
8 Sama rit, 70.
9 Sama rit, 74.
10 Hauksbók, 475.
II ‘Sjónhverfing er þetta en eigi sannleikr’, Postula sögur, útg. Ungers, 87: ..
vissi eigi til fulls hvort það var sýn eða sannleikur er fyrir hann bar.’ Sama rit, 73.
12 Hauksbók, 197. — Þessi inngangur er aðeins í Hauksbókargerð sögunnar,
sbr. Trójumanna sögu (1963), útg. Jonna Louis-Jensen, 4-5.