Gripla - 01.01.1980, Page 106
GLÁMSÝNI í GRETTLU
101
þér er.’” (ísl. fomrit. xi, 312). Missýnin hér er því siðræns eðlis. í
Ölkofra þætti kemur glögglega í ljós að glámsýni var alvarlegra eðlis en
missýni, og er þó þar um háð og illmæli að ræða: “Þá mælti Þorkell
trefill: ‘Allmjög missýnist slíkum manni sem Broddi er. Hann vill hafa
vináttu Ölkofra eða nokkurar mútugjafir og kaupa svo að gera sér
að óvinum slíka menn sem hann hefur í fangi.’ Broddi segir: ‘Ekki er
það missýni að halda einurð sinni, þótt mannamunur sé með yður
Ölkofra, en hitt var glámsýni í vor, er þú reiðst til vorþings, að þú
varaðist eigi það er Steingrímur hafði stóðhest selfeitan, og lagðist hann
upp að baki þér, en merin sú er þú reiðst var mögur, og féll hún undir
þér, og hefi ég eigi spurt til sanns hverjum þá slauðraði, en hitt sáu
menn að þú varst lengi fastur, því að hesturinn lagði fæturna fram yfir
kápuna.’” (ísl. fornrit xi, 91). Um kynvillubrigzlin er ástæðulaust að
ræða hér, en af samhenginu má glögglega ráða í hverju glámsýni Þor-
kels er fólgin.
Um uppruna orðsins glámsýni og skyldleika þess við önnur orð
hefur Guðni Jónsson ritað skilmerkilega neðanmálsgrein í útgáfu sinni
af Grettlu. (ísl. fornrit vii, 123-4). Eins og hann bendir á, mun orðið
glámur vera komið af germanskri rót sem merkti að skína með daufri
eða fölri birtu, og var það furðu frjósöm rót. Höfundur Grettlu þurfti
ekki að sækja orðið glámsýni til annarra þjóða, en hugmyndin sem
fólgin er í frásögninni af Glámi og áhrifum hans á Gretti á sér annan
uppruna. Kenningar guðfræðinga um vélar djöfulsins, sem villir mönn-
um sýnir og vekur þeim ugg í brjósti, eru færðar í þjóðlegan íslenzkan
búning, svo að frásögnin er næsta veraldleg á yfirborði. En um leið og
við förum að hyggja að táknrænum merkingum í sögunni, hlýtur okkur
að verða ljóst hvers konar hlutverkum myrkur, myrkfælni, glámsýni og
Glámur sjálfur gegna í listaverkinu í heild.