Gripla - 01.01.1980, Side 108
UM SPÁKONUARF
103
er skipta í fióra staði ok skal hverfa einn hlutr á Gunnsteinsstaði,
annarr á Hgskullsstaði, enum þriðia [skulu] skipta með sér munkar
ok Þórar[inn........í] helmi[nga, en] fiórða skulu taka Mýramenn
ok skipta í helminga með sér. Nú er eptir einn hlutr ok skal þeim
skipta í fióra staði, ok skal hverfa einn hlutr á Másstaði, annarr til
Svínavatns, þriði til Spákonufells. Enum fiórða skulu skipta með
sér í helminga munkar ok Þ[órarinn. Spgn er sá hluti he]fði fylgt
Eyiunni syðri. Munkar eigu nú Gunnsteinsstaða hlut ok þann er
Þórarinn hafði átt [...........] eiga þeir nú Eyiar hluta.
Spákonuarfr er á milli Varar ennar fornu ok Deildarhamars, ok
eigu spákonuarfar ef út festir, en norðanmenn ef inn rekr í hóp.
En þat er nú samit at at helmingi skulu hafa hvárir. Þá er næst
milli Laxár ok Forsár. Þá er frá Rauðaskriðu til Hrafnsár. Þá er
frá Hellisvík til móts við Finnsstaði. Fyr Finnsstgðum er fimmdeilt
ok hverfa þrír hlutir til Spákonuarfs, en tveir til lands. Þess minnti
Karl ábóta at svá væri skipt, þá er hvalr kom þar. Eigi létsk Eyiúlfr
Einarsson glóggt vita hver [þar] váru skipti. Vera kvað hann þá
er þat sogðu at þriðiungr reka fylgði landi, en tveir hlutir Spá-
konuarfi. Fyr Árbakka er Spákonuarfr at gllum hluta, en engi milli
Finnsstaða ok Árbakka. Þá er næst inn frá Þórlaugardys til Sel-
víkr. Þórlaugardys stendr fyrir Lœkiardal á lœkiarbakkanum fvrir
sunnan. Svá kvað Eyiúlfr Einarsson segia sér Þórarin Þorfinnsson
um Spákonuarf.
Af þeim þrem mönnum sem nefndir eru í skránni er ekki nema einn
kunnur af öðrum ritum eða skjölum, og er það Karl ábóti. Karl Jónsson
var vígður til ábóta í Þingeyraklaustri árið 1169. Hann sagði af sér
1181 og fór fjórum árum seinna til Noregs og var með Sverri konungi
nokkur misseri og byrjaði að skrifa sögu hans. Hann fór aftur út til
íslands og tók á ný við ábótadæmi á Þingeyrum og hélt því til 1207,
en dó árið 1212 eða 1213. Á árum Karls ábóta stóð hagur klaustursins
með miklum blóma bæði í veraldlegum og andlegum efnum, og þá eru
þar að minnsta kosti tveir merkir rithöfundar auk Karls, þeir munk-
arnir Gunnlaugur Leifsson og Oddur Snorrason.3
3 Karl vígður ábóti 1169 samkv. Konungsannál og Flateyjarbókarannál, Isl.
annaler bls. 117, Flateyjarbók III 517. Karl mun hafa lagt niður ábótaembætti
1181, sökum þess að það ár er Kári vígður ábóti (til Þingeyra) samkv. annálum.
Utanför Karls 1185 sést af frásögn Guðmundar sögu góða, Sturlungu (1946) I
133. Árið 1187 deyr Kári ábóti samkv. flestum annálum (einn segir 1188), en