Gripla - 01.01.1980, Page 109
104
GRIPI.A
Svo er að sjá sem Eyjólfur Einarsson hafi verið heimildarmaður þess
sem upphaflega skrifaði upp þessa lýsingu á skiptum Spákonuarfs og
á rekamörkum. En Eyjólfur hefur hins vegar borið fyrir þessu Þórarin
Þorfinnsson, líklega sama Þórarin og er einn spákonuarfa. Svo er að
skilja sem Þórarinn sé þá látinn, enda er fyrr í skjalinu sagt að munkar,
þ. e. Þingeyraklaustur, eigi nú hlut þann sem Þórarinn hafði átt. í einu
tilfelli er ágreiningur um hve mikill hluti reka á tilteknum stað teljist
Spákonuarfur, og er þá vitnað til þess sem Karl ábóta minnti um
skiptin, en Eyjólfur kvaðst þá ekki vita glöggt um þau skipti, en gat
þess að sumir segði annað. Þar er um að ræða reka fyrir Finnsstaða-
landi, og er það eini staðurinn þar sem spákonuarfar eiga að deila hval
með landeiganda. Ekki munar nú miklu, því að ágreiningurinn er um
það hvort spákonuarfar eigi þarna þrjá fimmtu hluta hvals eða tvo
þriðju hluta.
Eins og áður segir benda orðmyndir og stafsetning skjalsins til síðara
helmings þrettándu aldar, en tilvitnunin til Karls ábóta gæti þýtt að
þessi texti hefði upphaflega verið skráður um hans daga og þá borinn
undir hann. En þó þarf það ekki að vera, heldur kunna gamlir menn
að hafa minnst þess hvað Karl ábóti hafði sagt sig minna um þennan
tiltekna hlut einhvern tíma þegar rætt var um hvalskipti samkvæmt
Spákonuarfi. Hitt sýnist efalaust að ákvæði Spákonuarfs hafi fram að
þessu ekki verið til skráð, heldur hafi varðveitst í minni manna. Þetta
kann vissulega að þykja ótrúlegt nútímamönnum, svo flókin sem skiptin
eru, en víst er að fornmenn lögðu meira á minnið en nú hefur lengi
tíðkast.
Rekamörk þurfa nokkurrar athugunar við. 1. Fyrst er talinn Spá-
konuarfur milli Varar ennar fornu og Deildarhamars. Fornavör er í
Hraunsvík, og nefnt hóp er á milli Fornuvarar og Deildarhamars. Nafn
þessa hamars er ekki á Uppdrætti íslands (1972, 1:250.000), en hann
er auðfundinn á uppdrættinum, því að sýslumörkin liggja yfir hann.
Þessi rekafjara er ekki víðáttumikil, en er sögð ein hin rekasælasta á
öllum Skaga.
2. Næst er bilið milli Laxár og Fossár. Innan þessara takmarka voru
Karl hefði ekki getað komist út til Islands fyrr en í fyrsta lagi 1189 sökum sigl-
ingateppu. Karls er getið sem ábóta á Þingeyrum 1201 í Guðmundar sögu góða,
Sturlungu (1946) I 145. Árið 1207 er Þórarinn ábóti vígður til Þingeyra samkv.
annálum, og hefur Karl þá afsalað sér embættinu. Dánarár Karls er 1213 í Kon-
ungsannál o. fl., en 1212 í Höyersannál og 1211 í Flateyjarannál.