Gripla - 01.01.1980, Side 110
UM SPÁKONUARF
105
fjórar jarðir í byggð, þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns var skráð (kaflinn um Vindhælishrepp dagsettur 23. október
1708): Saurar í Nesjum, Kálfshamar í Nesjum, Sviðningur í Nesjum og
Björg (Bjargir). Segir þar um Saura að rekavon sé lítil, ‘og á jörðin
allan viðreka, en hvalreki er Spákonuarfur og hefur ei jörðunni fylgt
um langan aldur’. Um Kálfshamar er sagt að rekavon sé sæmileg, en
‘hvalrekinn er kallaður Spákonuarfur og heyrir ekki jörðunni til’. Síðan
er bætt við: ‘Hvalrekann eiga Höskuldsstaðir og aðrar kirkjur, vide ut
supra Höskuldsstöðum’. Um næstu tvær jarðir er ekki annars getið en
að þær eigi sjálfar allan reka, en hann er að vísu sagður mjög torsóttur
niður há björg.4
3. Næsta rekamark ‘frá Rauðaskriðu til Hrafnsár’ hefur verið endur-
tekið athugasemdalaust í máldögum Höskuldsstaðakirkju og víðar uns
kemur að dómi frá árinu 1634. Guðmundur Hákonarson lögsótti
Bjarna Ólafsson, bónda á Bakka undir Brekkum, fyrir að hafa hirt
hvalspart, sem Guðmundur taldi eign Þingeyrakirkju og Hvamms-
kirkju. Hvalinn hafi rekið á Bakkafjöru, og hafi bæði Höskuldsstaða-
menn og Spákonufellsmenn tekið hlut sinna kirkna af þessum hval í
samræmi við máldaga. ‘Því næst bar Guðmundur fram gamlan kirkn-
anna máldaga er tíðlega almennilega kallast Spákonuarfur, hann svo
hljóðandi: Spákonuarfur er frá milli Fornuvör og vestur til Deildar-
hamars, þar næst vestur til Laxár og Fossár, þá frá Rauðaskriðu til
Rafnsár, þá í Hellirsvík til marks við Finnsstaði; fyrir Finnsstöðum
fimmdeildur, hverfa þrír hlutir til Spákonuarfs en tveir til lands; fyrir
Árbakka er Spákonuarfur að öllum hluta, þá næst inn frá Þórlaugardys
og í miðja Selvík. Heldur nú áðurskrifaður Guðmundur að hvalinn hafi
á fjöru rekið í því takmarki sem máldaginn tilvísar og ákveður (frá
Rauðaskriðu til Rafnsár).’
Bjarni bóndi hefur lagt fram bréf frá 1568, þar sem eigandi Bakka
lýsir rekaeign jarðarinnar svo að ‘Bakki eigi land og reka í Stóruþúfu
fyrir innan Rafnsá og hálfa Þrætuvík í reka, og hennar land og reki sé
útí Rauðasuntu (svo) eð neðra og þar réttsýnis uppá Sinubrún og svo
gagnvart inn í Rafnsá eð efra . . .’.
I dómsforsendum segja dómarar m. a.: ‘með því vér vitum að Spá-
konuarfur eður máldagi er að nokkru leyti fyrir jarðarinnar Bakka
landi út frá Rafnsá, er bréf Páls (eiganda jarðarinnar 1568) vill allan
frá sneyða, en fáum nú ei fullkomlega að vita hvört hann er að öllu
4 Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídal'ws VIII 468-472.