Gripla - 01.01.1980, Page 111
106
GRIPLA
leyti fyrir þessarar jarðar landi, sakir ókunnugleika þess örnefnis
Rauðaskriðu (er í áður skrifuðum máldaga stendur) hvört hún er utar
fyrir Bakkalandi en hvalinn rak upp, eður kann sunnar vera . . .’
Dómarar biðja Guðmund Hákonarson segja hvar Rauðaskriða sé á
þessu svæði, og reynist satt að hún sé ‘út frá því plássi sem oftgreindan
hval á rak, þann Bjarni að sér tók, þá dæmum vér þann hvalpart eigu
Guðmundar Hákonarsonar Þingeyra og Hvamms kirkna vegna, slíkt
sem kirkjunum til heyrir eftir máldaganum, og Bjarna Olafsson skyld-
ugan fullum gjöldum Guðmundi H. syni svara fyrir hvalinn . . . en geti
Guðmundur ekki votta leitt um Rauðaskriðu (sem fyrr er téð) þá líst
oss lögmaður með skynsömum mönnum verði það landspláss yfir sjá
og álykti hvar líklegast og réttast sé sú oftnefnd Rauðaskriða vera muni
sem máldaginn vísar til, því hún er óbrigðanlega eftir því hann greinir
einhvörs staðar um það pláss . . ,’5
Örnefnin Rauðaskriða og Hrafnsá eru bæði ókunn nú á dögum, og
kemur brátt aftur að því máli, en hér er vert að líta á ummæli frá 1708
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um reka fyrir heima-
landi á Bakka (þar nefndur Litli-Bakki): ‘Rekavon lítil af trjávið fyrir
heimalandi, en um hvalreka vita menn ógjörla að undirrjetta, en þykjast
heyrt hafa áður hafi hjer hval rekið, og þann hafi eigandi að sjer tekið
og síðan hafi dómur á gengið og dæmt þennan hval frá jörðinni til
Höskuldsstaðakirkju og annara kirkna, sem eiga ítak í Spákonuarf, og
kunna nálægir hjer um ei framar að undirrjetta.’6
Hér er svo að sjá sem menn hafi rámað eitthvað í nefndan 74 ára
gamla dóm um hvalinn á Bakkafjöru, og af ummælunum mun mega
ráða að Guðmundur Hákonarson hafi haft sitt mál fram og fengið rétt
hlut Þingeyrakirkju og Hvamms. Höskuldsstaðamenn og Spákonufells-
menn höfðu þegar fengið sinn skerf, en hvað um þá á Svínavatni og á
Holtastöðum og Másstöðum? (Sbr. síðari skrá bls. 112.)
Hafi Guðmundur Hákonarson haft betur í skiptum sínum við Bjarna
bónda á Bakka, verður og að gjöra ráð fyrir að honum hafi tekist að
færa viðunandi sönnur á hvar örnefnið Rauðaskriðu væri að finna, og
5 Hún. V. Dóma- og þingbækur. 1. Dóma- og þingbók Guðmundar Hákonar-
sonar og Jóns Sigurðssonar 1621-1648. Þjóðskjalasafni. í bráðabirgðaskrá safns-
ins segir að bókin sé eftirrit frá því um 1670. Jón Samsonarson benti mér á þennan
dóm.
6 Jarðabók Á.M. og P.V. VIII 461-2.