Gripla - 01.01.1980, Síða 112
UM SPÁKONUARF 107
þá á þá leið að hún væri ‘utar fyrir Bakkalandi en hvalinn rak upp’
eins og segir í dómnum.
Rauðaskriða er þó aftur gleymd í upphafi átjándu aldar, sem sjá má
nokkru fyrr í kafla Jarðabókarinnar um Vindhælishrepp; segir þar í
greininni um Höskuldsstaði að rekamörkin Rauðaskriða og Þórlaugar-
dys séu óljós ‘á þessum dögum hvar vera muni; hefur og ei um þessi
rekamörk (sem óviss sýnast) neinn lagaprocess gjörst svo menn viti’.7
Þó er varla loku fyrir skotið að Bakkamenn og nágrannar ‘undir Brekk-
um’ hafi verið fróðari en Höskuldsstaðamenn um örnefni þar ytra, og
víst er að þeir vissu meira en Höskuldsstaðamenn um hinn gamla dóm
um hvalreka fyrir Bakkalandi.
Áttatíu árum eftir að skrifari Jarðabókarinnar, Þorsteinn Sigurðsson,
‘almúgann hafði saman kallað’ til að veita svör um jarðir í Vindhælis-
hreppi, kemur til sögunnar maður sem þykist vita með vissu hvar
örnefnunum Rauðaskriðu og Hrafnsá verði fundinn staður. Jónas
Benediktsson, prestur á Höskuldsstöðum 1785-1817, lögfestir 12. júní
1788 ‘Hoskuldstadar Beneficium med sierhvóriu tilheyrande’. í lög-
festunni segir m. a.: ‘Einiii lógfeste eg so miked af Spákonu Arfe, sem
bæde þeir eldre og nýrre Máldagar, sem og skrar, Hóskuldstadar kyrkiu
tileinka, hvór Rettugheit henne eru ad nju med Háyfervaldsens Resolu-
tion af 12. Martii 1753 afdrattarlaust tilskilen. En Spákonu Arfur er
fyrst á Hraune, fra Fornu Vor og allt til Deyldar Hamars. Þar nærst
vestur mille Laxaar og Fossár, þá frá Raudu Skridu (under Kroks-
biarge) til Hrafnsaar, er fellur skamt innan Litla backa,8 þa frá Hellirs-
wyk (er liggur nærst fyrer iiian Hvalbwdar Tánga) til markz vid Fiii-
stade, nf. i Gullhnóttswyk). Fyrer Finstodum er fimdeildt, hverfa 3
hlutir til Spákonu Arfs, eii 2 til lands, Eii Rekatakmark millum Finstada
og Hóla, er Sandlækiar Ós. Fyrer Aarbacka er Spákonu Arfur ad óllum
hluta, millum Hrafndals aar og Selatánga. Þá frá Þorlaugardis, sem
stendur fyrer Lækiardal, a backanum, sunnan fram, og i midia Selvyk.’9
Samkvæmt ummælum séra Jónasar hefði Hofsland átt að vera innan
7 Jarðabók Á.M. og P.V. VIII 438.
8 skamt innafi er skrifað ofan línu, en í línu er strikað yfir: millum Skeggia-
stada og. Sá bær er næst fyrir norðan Bakka (Litla-Bakka). Króksbjarg er kennt
við nyrsta bæ undir Brekkum.
9 A undan suhah stendur jyrer yfirstrikað, en fram er skrifað ofan línu á eftir
suhah. Kirknaskjöl Húnavatnssýslu. K.XX2. Þjóðskjalasafni. Nánara um lögfest-
una hér á eftir á bls. 128.