Gripla - 01.01.1980, Page 113
108
GRIPLA
marka Spákonuarfs. í máldaga Hofskirkju 1318 segir að kirkjan eigi
hálfa heimajörð, og meðal tekna telst ‘skurdr af hual huorium er þar
kemr’. En í tveimur síðari máldögum frá fjórtándu öld er nánar til tekið
um þetta: ‘hualtollar fra fossa (skr. fossar) og til deylldar hamars hual-
vætt og syngia Lof messu’ (máldagi 1360), og ‘skurdur af hual huorium
er þar kiemur j millum forssár og deylldar hamars’ (máldagi 1394).10
Arið 1829 rak hval fyrir Hofslandi, og töldu Spákonuarfar sig eiga þann
hval, en skömmtuðu Hofskirkju hálfa vætt.11
Örnefnin Rauðaskriða og Hrafnsá finnast ekki á ömefnaskrám af
þessu svæði, og Sigurður hreppstjóri Björnsson á Örlygsstöðum, sem er
borinn og barnfæddur á næsta bæ við Króksbjarg árið 1901 og hefur
alið allan sinn aldur á þessum slóðum, hefur staðfest að enginn kannist
við Rauðuskriðu undir Króksbjargi.12 En að því er ánni viðvíkur segir
hann: ‘Hafsvallaá (Hrafnsvallaá) fellur til sjávar skammt fyrir sunnan
Bakka’. I örnefnaskrá Bakka er áin einnig nefnd Hafsvallaá og kemur
það heiti heim við nafn eyðibýlis þar skammt undan, sem hefur og
verið kallað Hafursvellir og Hrafnsveliir. (Páll Kolka, Föðurtún, 1950,
bls. 33. ‘Hofsvellir’ á LFppdrætti íslands, bls. 41 og 42, er annað hvort
prentvilla eða lagfæringartilraun. í Jarðabók Á.M. og P.V. stendur
Hafsvellir). Nafnmyndin Hrafnsvallaá hlýtur að styrkja þann grun að
þetta sé sú á sem nefnd er Hrafnsá í hinum fomu heimildum. Hins
vegar má það ekki villa neinn að sú á sem kemur ofan úr Hrafndal fyrir
sunnan Spákonufellsborg og fellur í sjó spölkorn fyrir sunnan Höfða-
kaupstað, heitir Hrafná (og Hrafndalsá). Hún kemur rekamörkum Spá-
konuarfs ekki við.
4. ‘Þá er frá Hellisvík til móts við Finnsstaði’, segir í skránni um
næsta rekamark. Hellisvík er nær beint vestur af bænum á Harastöð-
um að sögn kunnugra.14 En ‘til móts við Finnsstaði’ merkir að landa-
merkjum Harastaða og Finnsstaða.15 Þetta rekamark nær því ekki yfir
10 íslenzkt fornbréfasafn II 469 og III 172 og 551. Eftirrit frá 17. öld í Bisk-
upsskjalasafni nr. 3 4to.
11 Saga Skagstrendinga og Skagamanna eftir Gísla Konráðsson. Reykjavík
1941. Bls. 105-107. Sjá nánar hér á eftir á bls. 129.
12 Sbr. örnefnaskrár Bakka og Harrastaða. Örnefnastofnun Þjóðminjasafns
Islands.
13 Bréf dagsett 3. september 1978.
14 Reynir bóndi Davíðsson á Neðri-Harastöðum og Sigfús Haukur Andrésson.
15 Hér bætir sr. Jónas við: nf. i Gullhnóttswyk. — Kemur það heim við landa-
merkjalýsingu í svo nefndu Finnsstaðabréfi frá 1387 (nema örnefnið er afbakað