Gripla - 01.01.1980, Page 114
UM SPÁKONUARF
109
nema hluta af Harastaðafjöru, varla meira en eins og einn km að lengd.
5. ‘Fyr FinnsstQðum er fimmdeilt ok hverfa þrír hlutir til Spákonu-
arfs, en tveir til lands.’ Hér er bætt við að heimildarmönnum beri ekki
saman um þessi skipti, og segðu sumir að þar væri þrískipt og fylgdi
þriðjungur landi. I síðari heimildum er ekki minnst á þennan ágreining,
en eingöngu talað um skiptingu í fimm hluti og þar af tvo til lands.
Þetta staðfestir og Þorgils Ólafsson, þá er hann selur Finnsstaði 1387:
Sagði Þorgils fimmdeildan hvalreka fyrir Finnsstpðum ok hyrfi tveir
hlutir til lands en þrír til kirkna.16
6. Næst segir: ‘Fyrir Árbakka er Spákonuarfr at ollum hluta, en
engi milli Finnsstaða ok Árbakka.’ Hér er tekið fram, og hvergi annars
staðar, að Spákonuarfur sé hér að öllum hluta; ekki af því að það sé
óvenjulegt, heldur aðeins sökum þess að næst á undan er sagt frá
skertri rekaeign.
Árbakki er næsta jörð fyrir sunnan Spákonufell, og þau ummæli
skrárinnar að enginn Spákonuarfur sé milli Finnsstaða og Árbakka
merkja að Spákonufellsfjörur eru undanskildar Spákonuarfi.
7. Sjöunda og síðasta rekamark Spákonuarfs er frá Þórlaugardys til
Selvíkur. Tekið er fram að Þórlaugardys standi fyrir Lækjardal á
lækjarbakkanum fyrir sunnan. Dysin er löngu týnd, en Lækjardalur er
skammt fyrir sunnan Laxá í Refasveit og fellur lækurinn til sjávar rétt
fyrir sunnan ós Laxár. Dysin hlýtur að hafa verið skammt frá sjó úr
því að við hana er miðað um rekamark. Selvík er fyrir neðan Svan-
grund, sem sést á uppdrætti.17
Fara mun nærri að samanlagt hafi Spákonuarfur náð yfir um tuttugu
kílómetra af fjörum fyrir landi nær jafnmargra jarða að nokkru eða
öllu leyti. Jarðirnar eru þessar taldar norðan frá Hrauni:
hjá sr. Jónasi): Item landamerki millum finnzstada ok harrastaða. Rettsyni or
fuglstapa þæim er stenðr j midri gullhellis vik og wpp i klettinn ok or klettinum
Rettsyni i klofua steina. ok or klofua stæinum Rettsyni j mosakellduna firir sunnan
höl .. . Islandske originaldiplomer indil 1450, udg. af Stefán Karlsson, Kbh. 1963,
App. 13, bls. 426-7. í örnefnaskrá Harrastaða og Harrastaðakots segir um landa-
merki Harrastaða og Háagerðis, sem upphaflega hefur verið afbýli í Finnsstaða-
landi: Syðst þar sem landamerki Harrastaða og Háagerðis liggja að sjó er hamar,
sem sjór fellur að. í þenna hamar er helliskúti nefndur ‘Gullhellir’. Næsta vík að
norðan er Gullhellisvík . . .
ts Finnsstaðabréf, sama og næst á undan.
17 Uppdráttur íslands. Aðalkort, bl. 4. Mið-Norðurland. 1:250.000.