Gripla - 01.01.1980, Page 115
110
GRIPLA
1. rekamark: Hraun (að nokkru leyti);
2. rekamark: Saurar (að öllu leyti), Kálfshamar (að öllu leyti), Sviðn-
ingur (að öllu leyti), Björg (að öllu leyti);
3. rekamark: Krókur (að nokkru leyti?), Hróarsstaðir (að öllu leyti),
Kurfur (að öllu leyti), Örlygsstaðir (að öllu leyti), Hof (að öllu leyti),
Skeggjastaðir (að öllu leyti), Bakki (að nokkru leyti). Hér er gjört ráð
fyrir að nyrðra takmarkið, Rauðaskriða, sé í (eða undir) Króksbjargi
eins og séra Jónas Benediktsson þóttist vita, og að Hrafnsá hafi að
fornu verið nafn þeirrar litlu ár ‘skammt innan’ Bakka, sem nú nefnist
Hafsvallaá og Hrafnsvallaá.
4. rekamark: Harastaðir (að nokkru leyti);
5. rekamark: Finnsstaðir (fjörur að öllu leyti, en hlutur í hval að
nokkru);
6. rekamark: Árbakki (‘að öllum hluta’);
7. rekamark: Neðri-Lækjardalur (að nokkru leyti?), Sölvabakki (að
öllu leyti), Svangrund (að nokkru leyti?).
Nú skal gjörð nokkur grein fyrir Spákonuörfum skrárinnar:
1. Hvammur í Vatnsdal. Kirkja var þar að fornu og átti hún ‘þrjá hluti
í heimajörðu’ samkvæmt máldaga 1318. í máldaganum er Spákonuarfs
ekki getið.18 (Hins vegar eru Hvammverjar einnig meðal erfingja sam-
kvæmt seinni skrá, og kemur nánar að henni hér á eftir).
2. Höskuldsstaðir. Kirkjustaður og kirkjueign (beneficium). í máldaga
frá 1318 og síðar er rekamörkum lýst á sömu leið sem í hinni fornu
skrá, en staðurinn er sagður eiga fimmtungi minna en helming í Spá-
konuarfi, og sama segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns í byrjun 18. aldar.19 Þetta er talsvert meira en vera ætti samkvæmt
þessari skrá og miklu meira en segir í síðari skrá, og virðist ekki hafa
verið virt síðar á öldum og e. t. v. aldrei (sjá hér á eftir á 127.-8. bls.).
3. Gunnsteinsstaðir í Langadal. Bóndakirkja. Spákonuarfs er ekki getið
annars staðar en í þessari skrá, enda væri þess ekki að vænta, þar sem
hlutur Gunnsteinsstaða er að lokum sagður kominn í eigu munka
(Þingeyraklausturs).
4. Þórarinn Þorfinnsson er eins og fyrr segir ókunnur maður, og eru
18 íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 476.
19 íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 470-471, III, bls. 170-172, 532-3, 599-601,
og í rekaskrá Höskuldsstaða ísl. fbrs. III 601 (1395), og í skrá Holtastaðakirkju
ísl. fbrs. III, bls. 654; hefur og verið nefnt í Registri Egils biskups, sbr. ísl. fbrs.
IV, bls. 12; Jarðabók Á.M. og P.V. VIII 436-8.