Gripla - 01.01.1980, Side 116
UM SPÁKONUARF
111
engar aðrar heimildir um hann eða eign hans í Spákonuarfi, og hlutur
hans kominn í eigu munka eins og hlutur Gunnsteinsstaða, þegar skjalið
var skrifað.
5. Mýramenn eru og ókunnir. Þrír bæir í Húnavatnsþingi koma til
greina: 1. Mýrar í Hrútafirði (Miðfjarðarhreppi), 2. Efri-Mýrar og 3.
Neðri-Mýrar í Engihlíðarhreppi. Úr því að Mýramenn eiga að skipta
í helminga með sér, er eðlilegt að líta svo á að um sé að ræða tvo bæi,
og þá Efri- og Neðri-Mýrar.
6. Másstaðir í Neðra-Vatnsdalshreppi. Bóndakirkja. Aðrar heimildir
um ítak í Spákonuarfi eru síðari skrá (sjá hér á eftir) og máldagar 1318
og 1360, og segir í báðum máldögum að kirkjan eigi sextánda hlut í
Spákonuarfi.20 Er það í samræmi við síðari skrána, ef reiknað er sam-
kvæmt ummælum hennar.
7. Svínavatn í Svínavatnshreppi. Bóndakirkja. ítaks í Spákonuarfi er
ekki getið í máldaganum 1318, en hins vegar í síðari skrá (sjá hér á
eftir), Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, og í lýsingu Auð-
kúluprestakalls frá 1873. Segir í sóknarlýsingunni að Svínavatn eigi
sextánda hlut úr Spákonuarfi, og kemur það heim við reikning sam-
kvæmt síðari skránni. En í Jarðabókinni er sagt að kirkjunni sé eignað
rekaítak í Spákonuarfi; menn viti ekki hve mikið, en þó hafi það verið
brúkað í manna minni.21
8. Spákonufell. Bóndakirkja, og á kirkjan hálft heimaland og reka hálfa
segir í máldaga 1318, en ekki er þar nefndur Spákonuarfur, og ekki
heldur í máldaga 1394, sem telur þó upp ýmisa viðreka, og segir að
lokum: slíkt í öðrum rekum sem skrár og skilríki ganga til.22 Þess er
og ekki getið í Jarðabók Árna og Páls að Spákonufell eigi í Spákonu-
arfi, og ekki í lýsingu Hofsprestakalls frá 1840.23 Spákonufellsmenn eru
hins vegar meðal Spákonuarfa í síðari skránni, og þá með stóraukinn
hlut, og kemur það heim við máldagaeftirrit frá 1724 (sjá bls. 129).
9. Ey en syðri (Syðri-Ey) í Vindhælishreppi. í Jarðabókinni segir að
þar hafi verið bænhús til skamms tíma.24 Aðrar heimildir um ítak í
20 íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 475-6, III 161.
21 íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 474; Jarðabók Á.M. og P.V. VIII 335-6;
Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmf. 1839-73, I (1950) bls. 98.
22 íslenzkt fornbréfasafn II 469-470 og III 551-2.
23 Jarðabók A.M. og P.V. VIII 451-2; Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmf.
I (1950) bls. 166; sbr. og máldaga frá 1724, sjá bls. 128 hér á eftir.
24 Jarðabók Á.M. og P.V. VIII 439-440.