Gripla - 01.01.1980, Page 117
112
GRIPLA
Spákonuarfi eru engar. í eldri skránni segir undir lokin að munkar eigi
nú Eyjar hluta.
10. Þingeyraklaustur (munkar). Aðrar heimildir um hluta þess í Spá-
konuarfi eru seinni skráin og Sigurðarregistur frá 1525. í registrinu
segir að klaustrið eigi svo mikið í Spákonuarfi sem finnist í máldögum
klaustursins og þeirra kirkna er eigi þar í móts við.25
í títt nefndri síðari skrá um skipti Spákonuarfs í AM 278b 4to eru
skiptin orðin mun einfaldari og þar hefur orðið nokkur breyting á eig-
endum og eignarhlutum. Aldur þeirrar skrár er reyndar óviss, þó að
hún sé augljóslega yngri en hin forna skrá. Líklegt má samt þykja að
hún sé ekki yngri að uppruna en frá fyrsta fjórðungi fjórtándu aldar.
Til þess benda lokaorð hennar um helmingaskipti tiltekins hluta milli
munka og Hvammverja (þeir ór Hvammi). Þingeyraklaustur eignaðist
alla jörðina í Hvammi árið 1326, og eftir það er varla um að ræða að
munkar deili hval með þeim úr Hvammi.28 I sömu átt hendir að sam-
kvæmt máldaga 1318 átti Másstaðakirkja, eins og áður er getið, Vi6
hlut í Spákonuarfi, og er það í samræmi við skiptingu síðari skrárinnar.
Síðari skrá um skipti Spákonuarfs hljóðar svo:
í helming skal skipta Spákonuarf. Eigu þar annan hlut Höskulls-
staðamenn ok Spákonufellsmenn. Þá skal enn skipta í tvá staði,
eigu þá munkar annan hlut, en þá skal enn skipta í tvá staði, eigu
þeir frá Svínavatni ok af Holtastöðum annan hlut at helmingi
hvárir, en annan eigu Másstaðamenn hálfan, en munkar ok þeir
ór Hvammi hálfan at helmingi hvárir.27
Til hefur verið heldur yngri skrá um þessi skipti Spákonuarfs og
fylgir þar lýsing rekamarka. Sjálf skiptin eru samhljóða þeim í AM
278b 4to, nema hlutur Másstaðamanna er óljóst orðaður: ‘En eiga þá
Márstaðamenn annan hlut’. Rekamörkin eru og hin sömu og í fyrri
skránni í AM 279a 4to, en felld eru niður ummæli um eigendur reka í
fyrsta rekamarki eftir því hvort út festir eða inn rekr í hóp, og sömu-
leiðis tilvitnunum til Karls ábóta og Eyiúlfs Einarssonar og ekki sagt
neitt um hvar Þórlaugardys sé að finna. En að lokum er þess getið að
í Spákonuarfi eigi Höskuldsstaðakirkja fimmtungi minna en helming.
Kemur nánar að því síðar.
25 íslenzkt fornbréjasajn IX 315-316.
28 íslenzkt jornbréfasafn II, bls. 580-581.
27 íslenzkt fornbréfasafn II 248-251. Rekaskrá um Skagaströnd (AM 278b 4to,
brot).