Gripla - 01.01.1980, Page 118
UM SPÁKONUARF
113
Þessi skrá var skrifuð upp í Skálholti 1711 og aftur 1712 eftir ‘gamalli
kálfskinnsskrá’, og votta Árni Magnússon og Þórður Þórðarson og þrír
menn aðrir í fyrra skiptið og Árni og Þórður einir í síðara sinnið að
rétt sé skrifað. Árni bætir við í fyrra skiptið: ‘Skrána sem hier er upp-
skrifud, atte Anno 1711. Biarne Sigurdzson á Heynese, eigande Hollta-
stada, og hefur sögd skrá leingi fylgt Holltastada skiólum’.
En í síðara sinnið bætir Ámi við m. a.: ‘Schedula pergamena Biama
Sigurdzsonar um Spakonu arf, er ritud med sömu hende sem önnur
Schedula pergamena um Spakonu arf, hver fyrmm hefur tilheyrt Hósk-
ulldstada kirkiu’. í vottorði sínu láta þeir Árni og Þórður það álit í ljós
að kálfskinnsskráin sé eftir ‘skriftarforminu’ að dæma skrifuð ‘hier um
Anno Christi 1400 eda nockru sidar’.
Uppskriftirnar em nú merktar AM Dipl. Isl. Apogr. nr. 504.
Eins og áður er getið hefur orðið breyting á arfþegum í síðari skránni,
hafa nokkrir fallið niður og einn bætst við. Horfnir em þeir arfþegar
sem getið er um í fyrri skránni að munkar (þ. e. klaustrið) hafi tekið
við af. En ekki verður nú séð hvernig stendur á hvarfi Mýramanna.
Holtastaðamenn em hins vegar nýir hér meðal Spákonuarfa. Á Holta-
stöðum var bóndakirkja. Ekki er getið Spákonuarfs í máldaga kirkj-
unnar frá 1318, en í máldögum hennar frá 1360 og 1394 og 1461 er
lýst mörkum Spákonuarfs, án þess að hlutur kirkjunnar sé til tekinn.
Hins vegar segir í sóknarlýsingu frá 1839 að Holtastaðakirkja eigi
sextánda hlut í Spákonuarfi.28 Kemur sá eignarhluti heim við síðari
skrána ef reiknað er samkvæmt skiptingu hennar. í grein Jarðabókar-
innar um Holtastaði er Spákonuarfs aftur á móti alls ekki getið.29
Auk þeirra níu eigenda Spákonuarfs sem taldir eru í fyrri skránni og
þeirra sjö sem síðari skráin nefnir, og em að mestu leyti hinir sömu,
geta aðrar heimildir um tvo. í grein Jarðabókar Árna og Páls um Giljá
í Vatnsdalshreppi fremra er sagt að það séu munnmæli að ‘hálfkirkjan
eigi rekahlut í Spákonuarfi; enginn man að þess hafi ábúendur nje
eigendur notið’.30 í svo kölluðu Registri Egils biskups á Hólum 1331-
41, eins og það er skráð í Sópuði og Dægrastyttingu Gottskálks prests
Jónssonar í Glaumbæ einhvern tíma á árunum 1543-93, er lýst reka-
mörkum Spákonuarfs á sömu leið og annars staðar (fyrri skrá og
máldögum), og þar sagt að kirkjan á Tjörn á Vatnsnesi eigi ‘fjórðung
28 Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmf. I (1950) bls. 110-111.
29 Jarðabók Á.M. og P.V. VIII 402-403.
30 Jarðabók Á.M. og P.V. VIII 295.
Gripla IV 8