Gripla - 01.01.1980, Page 121
116
GRIPLA
Hvamms í Spákonuarfi, svo að hlutur munka af hverju hundraði (120)
vætta hefur þá komist upp í 3714 vætt.
Nokkru eftir að eg hafði reiknað hvalskiptin á mína vísu samkvæmt
hvorri skránni fyrir sig barst hingað ljósrit af eiginhandarriti Björns á
Skarðsá sem er varðveitt í AM 912 4to.33 Eru þar fyrst skipti Spákonu-
arfs ‘eptir þi'ngeyra skrá’ og síðan rekamörk, og er hvorttveggja í sam-
ræmi við texta fyrri skrárinnar (sjá bls. 102-103). Framhaldið er á þessa
leið: ‘Þetta er nu skrifad eptir þi'ngeyra skrá, hvar Spakonu arfur er, edur
er ecki. Og þetta ber saman vid kirkna Registur Eigils Biskups sem hier
skal med fylgia. vm Spákonu arf hvar hann er: Hitt finnur sig sialft þar
hann er eigi’. Síðan eru enn rakin rekamörk Spákonuarfs og er orðalag
að sumu leyti líkt því sem er í Skálholtsuppskriftunum og sömuleiðis er
sleppt nefndri viðbót um fyrsta rekamark og auk þess tilvitnunum til
heimildarmanna og ekki nefnt hvar Þórlaugardys sé að finna. En hér
er þess einnig getið að lokum að Höskuldsstaðir eigi fimmtungi minna
en helming í Spákonuarfi. Bjöm bætir þá við á milli sviga: ‘ber ecki vel
saman vid skrána’.
Þessi lýsing rekamarka og viðbót um rekaeign Höskuldsstaða em nær
orðréttar eins og prentað er í Islenzku fornbréfasafni IV 11 eftir Sópuði
og Dægrastyttingu séra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ og sagt er vera
úr ‘Registrum Eigils biskups. Datum M. ccc. xl. iiij.’
Síðar vitnar Björn aftur í registur Egils biskups um þessa rekaeign
Höskuldsstaða og bætir þá við: ‘ad skilia þetta hefur mprgum bagt veitt.
Ecki vill þessu og bera saman vid Þ'fngeyra Rekaskrá, 'j hvorugu þessu,
sem áður er skipt, fá Hpskulldzstader xl og viij vættir íir c vættum, sem
eru fiörer hluter \vr fimtunginum helm'íngsens, og monnum skilst nær
komist Hpskulldzstader eigi en xij af hundradi’.
Áður en þar er komið hefur Björn reiknað eignarhlut Höskuldsstaða
í Spákonuarfi og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé rúmar 43 vættir
samkvæmt fyrri skrá og sléttar 30 vættir eftir þeirri síðari. (Sjá hér á
eftir.)
Björn rekur og hver lönd (eða fjömr) séu þarna utan rekamarka
Spákonuarfs, og er það í samræmi við lýsingu rekamarka. Þá kemur:
‘En vætta tal af hvoriu einu hundradi Eptir þvi sem ec skiniadi ad hvor
kirkia eyga mætti eptir þessare skrá, sendi eg ydur i haust, med skráni,
hvad ec hugsa þier munud hafa, En þö sialfir x fallt betur Reýkna, En
33 Handritið er nú komið til landsins og er varðveitt í Stofnun Árna Magnús-
sonar.