Gripla - 01.01.1980, Síða 123
118
GRIPLA
Leggjum nú saman niðurstöðutölur Björns:
1. Hvammur 4 vættir
2. Höskuldsstaðir 43 vættir, 2Vi f, 2/2 m, 2 aurar, V2 örtug
3. Gunnsteinsst. 22 vættir
4. Þingeyrar 12Í/2 v, 1 f, 6 m, , 2Vi eyrir, 1 örtug
5. Þórarinn 7 v, 2/2 f, 3 m, 2/2 eyrir, V2 örtug
6. 1. Mýramenn 3 v, 2/2 f, 3 m, 2/2 eyrir, V2 örtug
2. Mýramenn 3 v, 2/2 f, 3 m, 2/2 eyrir, V2 örtug
7. Másstaðir 8 vættir
8. Svínavatn 8 vættir
9. Spákonufell 8 vættir
Samtals
119V2 vætt, 33á f, 4 m, 1 eyrir
Hér skortir hálfa mörk og þrjá aura á rétta útkomu, 120 vættir.
Skiptum Björns hlýtur því að vera áfátt að einhverju leyti. Skulu þau
nú athuguð nánar. Samkvæmt mínum skiptum nemur annar eignar-
hlutur Höskuldsstaða 26 vættum og % vættar. Eins og sjá má hér á
undan hefur Björn byrjað á að skrifa % vættar skakkt að því er tekur
til tveggja öftustu liðanna. Þar ætti að standa: 1 eyrir, 1 örtug, en
ekki V2 eyrir, 2Vi ört. Er raunar furðuleg yfirsjón að skrifa 2V2 ört.,
því að IV2 ört. er sama og hálfur eyrir og bæri að leggja við hálfa
eyrinn á undan, og yrði þetta þá rétt skrifað: 1 eyrir, 1 ört. Þriðja
eignarhlut Höskuldsstaða hefur Björn og skrifað svo með réttu. En úr
því að áður nefnd villa er þess eðlis sem þegar er frá greint, ætti hún
ekki að koma að sök þegar lagðir eru saman arfahlutar Höskuldsstaða,
en Bjöm hefur engu að síður lagt skakkt saman. Rétta útkoman er:
43 v, 2V2 f, 3 m, 2V2 eyrir, V2 örtug.
Eignarhlutir Gunnsteinsstaða eru rétt skrifaðir og rétt lagðir saman.
Eignarhlutir Þingeyra eru rétt reiknaðir og skrifaðir, en skakkt er
lagt saman. Hefur Björn fengið út 6 m og 2Vú eyrir í stað 6V2 m og
1 eyr. (Frumvillan er fólgin í því að hann fær út 2V2 eyri, þar sem
hann leggur saman 2Vi eyri og 2Vi eyri).
Eftirfarandi eignarhlutir era allir rétt reiknaðir og rétt skrifaðir.
Nú skal prófa hvort samlagning allra eignarhluta, leiðréttra sam-
kvæmt ofan skrifuðu, gjörir rétta útkomu, þ. e. eitt hundrað vætta
(120 vættir).