Gripla - 01.01.1980, Side 126
UM SPÁKONUARF
121
Vert er að bera hér saman Spákonuarf og tvö forn skjöl um hvalskipti
í sinni sveit hvort, annars vegar austur í Hornafirði og hins vegar suður
á Rosmhvalanesi (Miðnesi). Hið fyrra er kallað Skipan Sæmundar
Ormssonar eftir fyrstu orðum skjalsins, og er frá árabilinu 1242-
1251.35 Hitt nefnist Hvalskipti Rosmhvelinga, og hefur Magnús Már
Lárusson leitt líkur að því að það sé frá því um 1300.36
Efni hornfirska skjalsins er það í stuttu máli að fjörur eða leirur
utan 30 faðma frá meðalflæðum skuli vera almenningur að því er tekur
til hvalreka, en tekið er fram að sá maður sem ‘annan leirnareka á þar
er hvalr er kominn’, skuli ‘eiga af honum óskiptum enn fimmta hlut’.
Síðan segir orðrétt: »Þaðan af skal honum skipta at iafnaði með þeim
monnum er eru í Homafirði; skal hverr bóndi sá er þingfararkaupi
gegnir, hvárt sem hann er landeigandi eða leiglendingur, til telia alla
þá menn er þeir gefa matgipf fyrir, svá ok þá menn er þeir fœra fram
at ollu, svá at þeir eru til þess skyldir, ef þeir eru þeira heimamenn,
svá ok þá menn er þeir veita fyr guðs sakir tólf mánaðr, ok hafa iafn-
mikit af hverr maðr at vætta tali, þeira manna er til em talðir í þessu
takmarki. Enn tíunda hlut skal gefa af í fyrstu af óskiptu fátœkum
mpnnum. Skulu hreppstiórar ráða hverir þat skulu hafa. Þeir skulu ok
skipta pllum hval ok með eið, ef þeir verða eigi á sáttir ella. Tvítugr
hvalr ok meiri er til þessa nefndr, en eigi ef minni er...«
Auðsætt er að staðhættir í Homafirði hafa valdið því að þessi skipan
var gerð, líklega hreppssamþykkt, enda segir í lokin: Allir búendr þeir
er Ipnd áttu í Homafirði handspluðu Sæmundar skipan á þessu máli
við samþykki allrar alþýðu.37
Allt öðru máli gegnir um hvalskipti Rosmhvelinga, þó að þar virðist
einnig um að ræða hreppssamþykkt. Skjalið hefst með þessum orðum:
»Þetta er hvalskipti Rosthvelinga, at þann hval sem meiri er en 12
vættir ok hálf vætt ok rekr millum Æsubergs ok Kefluvíkur til móts við
Niarðvíkinga, skal skipta í níu staði.« Síðan eru taldir 23 bæir sem
eiga ýmist jafnt eða misjafnlega mikið í hverjum þessara níu hluta.
35 AM Dipl. Isl. LXV, 1; ísl. fbrs. I 536-537. Hér á eftir leiðrétt lítið eitt eftir
ljósmynd í Palæografisk Atlas. Norsk-isl. Afd. Nr. 47.
36 ísl. fbrs. II, bls. 78-80; Skírnir 1963, bls. 149-162.
37 ‘Oft rekur hvali í Hornafirði; þeir elta síli inn um ósinn, komast þá stundum
eigi út aftur, ef fallið er mjög hart á móti, og stranda svo á grynningum. Horna-
fjörður er víðast mjög grunnur og útfiri mikið . . .’ Þorvaldur Thoroddsen, Ferða-
bók, 1959, III 216-217. Sjá og um veiðiskap og aflabrögð í Hornafirði eftir Stefán
Guðnason, Skírni 1963, einkum bls. 108.