Gripla - 01.01.1980, Page 127
122
GRIPLA
Undantekning eru Útskálar sem eiga í þremur hlutum. Ekki er algjör-
lega Ijóst hvar Æsuberg (eða Esjuberg) er, en Árni Magnússon hefur
eftir einhverjum mönnum að sumir telji það vera sama og Hestaklettur
í Ósum, en bætir við að Æsuberg heiti nú ‘hnúkur eður klettur upp í
hrauninu fyrir ofan Hvalvík, sem er þvert yfir frá Kirkjuvogi vestar
nokkuð en Hestaklettur.’38 En í stuttu máli segir Árni að ‘Rosthvala-
nes’ sé ‘á milli Keflavíkur og Hafnavogs, það sem menn nú kalla
Suðurnes eða distinctius (nánar tiltekið): Hólmsleiru, Garð, Miðnes,
Stafnes.’39
Það er líkt með hvalskipti Rosmhvelinga og Spákonuarfi að tilteknar
fjörur eru gjörðar að einni skiptaheild að því er snertir rekinn hval. í
báðum tilfellum er um að ræða einskonar sameignarfélag, og í báðum
er gjört ráð fyrir misjöfnum skiptum á milli sameignarmanna.
í hvorugu skjalinu er sagt við hvað þessi misjöfnu skipti eru miðuð.
Magnús Már Lárusson hefur í grein í Skírni 1963, Um hvalskipti Rosm-
hvelinga, komist að þeirri niðurstöðu að þessi skipti hafi verið grund-
völluð á stærð þeirra jarða sem hlut áttu í þessum hvalskiptum, eða
með öðrum orðum að skiptahlutur hverrar jarðar hafi ráðist af dýrleika
hennar að hundraðatali. Þetta má vera, en verður ekki sannað sökum
þess hve lítið er vitað um dýrleika þessara jarða að fomu.40 Hafi
eigendur þessara jarða gjört með sér sameignarfélag um reka fyrir
jörðum sínum, virtist ekki óeðiilegt að hlutur hvers eins miðaðist við
lengd þeirrar fjöru, sem sá hinn sami hefði lagt fram. Hins vegar kunna
fornmenn að hafa litið svo á að meiri jöfnuður væri að miða við
hundraðatölu hverrar rekajarðar.
Spákonuarfur ber ekki með sér að hann hafi upphaflega orðið til
sem sameignarfélag jarðeigenda um hvalreka á fjörum sínum. Arfur-
inn er safn meiri og minni rekaítaka fyrir allmörgum jörðum á Skaga
og tveimur í Refasveit (næst fyrir sunnan), líklega alls 18 (sbr. hér á
undan bls. 109-110). Rekaítök gátu menn átt hér og þar án þess að eiga
hlutaðeigandi rekajarðir. Það litla sem Jarðabók Árna og Páls hefur
til þessa máls að leggja, sýnir að hvalreki hefur verið skilinn frá þrem
jörðum á Skaga sökum Spákonuarfs, þá er sú bók var skrifuð. Tvær
38 Chorographica Islandica. Útg. Ólafur Lárusson. Safn til sögu íslands, annar
flokkur, I. 2. Bls. 58.
39 Sama rit bls. 57.
40 Ekki er neitt vitað um dýrleika þessara jarða á líklegum tíma skiptanna,
þ. e. á þrettándu öld.