Gripla - 01.01.1980, Page 128
UM SPÁKONUARF
123
þessara jarða eru innan rekamarksins milli Laxár og Fossár, en auk
þess er sögð nokkur óvissa um hval fyrir Litla-Bakka (þ. e. Bakka),
sem hefur verið a. m. k. að nokkru leyti milli Rauðaskriðu og Hrafnsár.
En vissulega hefði mátt vænta þess að þetta væri tekið fram um fleiri
jarðir á þessum slóðum, þegar þess er gætt að rekamörk Spákonuarfs
eru rakin í samræmi við fomar heimildir í greininni um Höskuldsstaði
í sömu Jarðabók.
í lýsingu á rekamörkum Spákonuarfs er eins og áður er getið einu
sinni tekið fram að landmaður eigi hlut í reka fyrir landi sínu á móts
við Spákonuarfa, og er það fyrir Finnsstöðum, en heimildarmönnum
hefur hins vegar ekki borið saman um skiptahlutföllin. Hvergi annars
staðar er vikið að hlut landmanns. Rekaeign Spákonuarfa virðist því
vera í frekasta lagi borið saman við svipuð ítök annarra rekaeigenda.
Næst er sagt að fyrir Árbakka sé Spákonuarfur að öllum hluta, en
enginn milli Finnsstaða og Árbakka. Nú er Spákonufells land og fjara
á milli Finnsstaða og Árbakka, og merkja því þessi ummæli að enginn
Spákonuarfur sé fyrir Spákonufellslandi. Þetta er þó ekki eins dæmi því
að sunnan Árbakka tekur við langt svæði án Spákonuarfs og em þar
nokkrar jarðir og sumar stórbýli áður fyrr, einkum prestsetrið Hösk-
uldsstaðir, en auk þess Syðri-Hóll fyrir sunnan Höskuldsstaði, en fyrir
norðan em Ytri-Hóll, Syðri-Ey, Ytri-Ey, Hafsstaðir, Kjalarland og
Vindhæli. Spákonufell og Höskuldsstaðir áttu hlut í Spákonuarfi sam-
kvæmt fyrri skránni, og sennilega Syðri-Ey áður fyrr eftir því sem segir
í sömu skrá.
Það hefur löngum vakið furðu athugulla lesenda Landnámabókar að
þar er ekki nefndur landnámsmaður á meginhluta Skagastrandar eða
á milli Holta sem nam Langadal og Mána sem nam norðanverðan
Skaga og suður að Fossá. Óvíst er hversu langt norður landnám Holta
náði, en ekki hefur það tekið yfir Skagaströnd og líklega alls ekki
lengra norður en um Refasveit að Laxá. Á milli landnáms Holta (þ. e.
norður frá Laxá í Refasveit) og landnáms Mána eru nálægt því að vera
30 km með sjó fram, og hefur Spákonuarfur verið á fjómm stöðum
samtals, fyrir hér um bil helmingi þessa lands. En utan þessa svæðis
er Spákonuarfur á þremur stöðum, sem em nokkm minni samtals að
víðáttu.
Þögn Landnámabókar um landnám á Skagaströnd merkir auðvitað
ekki að þar hafi verið ónumið land eða almenningur þá er fyrst var
skrifað um landnám á þessum slóðum. Bæði á ströndinni og upp til