Gripla - 01.01.1980, Page 129
124
GRIPLA
dala hefur verið byggt frá fornu fari. Sá sem ritaði um landnám á
Skaga hefur að líkindum ekki átt kost sögumanns um Skagaströnd,
og mun það vera einstakt tilfelli í Landnámabók að skilin sé eftir
svo mikil eyða. En ekki eru auðfundin tengsl milli þess og Spákonu-
arfs.
Fyrri skáin sýnir skipti eins og þeim var háttað, er skráin var gerð,
og er reyndar sagt frá breytingum sem virðast nýorðnar, þar sem
munkar hafa þá eignast hlut Gunnsteinsstaða og hlut ‘þann er Þórarinn
hafði átt’. Lokaorðin um að munkar eigi nú Eyjar hluta koma undar-
lega fyrir sjónir, þar sem þess er á undan aðeins getið sem sagnar að
Eyjunni syðri hafi fylgt tiltekinn hluti, en raunar vantar hér eitt orð
eða tvö í textann.
Skiptin hafa síðan haldið áfram að breytast eins og sést af síðari
skránni, en ekki verður þess vart að þau hafi tekið breytingum eftir
það, nema hvað Hvammshlutur hefur bætst við hlut Þingeyraklausturs
eftir að munkar eignuðust þá jörð. Þetta sanna hvalskiptin 1857 (sjá
hér á eftir bls. 131). Reyndar er svo að sjá samkvæmt máldaga Hösk-
uldsstaðakirkju 1318 og síðar sem sú kirkja eigi miklu stærra hlut í
Spákonuarfi en skrárnar sýna, en óvíst er hvort nokkum tíma hefur
verið skipt í samræmi við það (sbr. áður nefnd hvalskipti árið 1857 og
bls. 127-8 hér á eftir).
Eitt er það sem hefur ekki breytst frá fyrri skrá til yngstu heimilda,
og er það sjálfur arfurinn, þar eð rekamörk eru ævinlega hin sömu.
Upphafleg skipti Spákonuarfs hljóta að hafa verið miklu einfaldari
en þau eru samkvæmt fyrri skránni og að því leyti svipaðri síðari
skránni. Hin flóknu skipti fyrri skrárinnar virðast afleiðing dreifingar,
en aftur á móti bera skipti síðari skrárinnar vott um gagngjöra um-
byltingu og einföldun, hvemig sem það hefur gjörst.
Skipti fyrri skrárinnar byrja á skiptingu í fimm jafna hluta, og sé
miðað við hvalskipti, eins og virðist eðlilegast, koma 24 vættir í hlut
af hverju hundraði (þ. e. 120) vætta. Að vísu mætti meta viðreka til
hundraða álna og skipta andvirði eftir sömu reglu, en dæmi um slíka
aðferð hefur sá er þetta ritar ekki rekist á.
Stefán Karlsson hefur skotið að mér þeirri hugmynd að hinir upp-
haflegu erfingjar hafi verið fimm og allir jafnréttháir, en arfahlutar
þeirra hafi smám saman skiptst margvíslega milli erfingja þeirra og
einnig við sölu eða gjöf vissra ítaka, einkum til klaustursins á Þing-
eyrum og til ýmissa kirkna í Húnavatnsþingi eins og fyrri skráin sýnir.