Gripla - 01.01.1980, Page 130
UM SPÁKONUARF 125
Stefán hefur einnig lagt til skipurit sem veitir yfirlit yfir skiptin eins og
þeim er lýst í fyrri skránni (sjá bls. 126).
Samkvæmt þessu hefðu fimm upphaflegir Spákonuarfar átt jafna
hlutdeild í hverjum reknum hval á þessum fjörum, 24 vættir hver.
Fyrsti hluti skiptist síðan í þrjá staði í tvo tíu vætta hluta og einn
fjögurra vætta. En annar hluti skiptist jafnt á milli þriðja og fjórða og
fimmta erfingja. Þetta kann að hafa gerst með ýmsu móti, og skal ekki
leitt getum að því hér. Þriðji og fjórði og fimmti hluti skiptast síðan
ýmislega eins og skipuritið sýnir glöggt.
Nú verður ekki neitt vitað um sjálf upptök þessarar miklu rekasam-
eignar. En ætla má að einhvern tíma ekki seinna en á fyrra hluta tólftu
aldar hafi auðmaður í Húnavatnsþingi náð undir sig öllum þessum
hvalrekaítökum. Tímann má helst marka af því að á dögum Karls
ábóta (d. 1212 eða 1213) eru skiptin farin að fyrnast. Rekamörkin
(þ. e. rekafjörurnar) eru alls sjö og mynda eina heild, rekaeign, sem
skiptist ekki hversu margir sem eignast hluta í henni. Eignarhlutur í
Spákonuarfi merkir því tiltekna hlutdeild í hverjum hval sem rekur
einhversstaðar á þessar tilgreindu rekafjörur.
Nafn þessarar rekasameignar, Spákonuarfur, er einstakt. Það hlýtur
að leiða hugann að Spákonufelli, sem verið hefur með meira háttar
jörðum á Skaga. En ekki benda skiptin fremur til Spákonufells en til
ýmissa annarra jarða.
Engin vissa er fyrir því að heitið Spákonuarjr hafi fylgt rekaeigninni
frá upphafi. Nafnið kynni að hafa orðið til eftir að Þórdís spákona að
Spákonufelli var orðin alkunn af rituðum sögum um 1200 eða snemma
á 13. öld. Svo mikið er víst að Þórdís spákona hefur verið Húnvetn-
ingum hugleikin í upphafi 13. aldar. En sjálft bæjarnafnið Spákonufell
hlaut að verða til þess að upp kæmu sagnir um spákonu á þeim bæ.
Væri þetta bæjarnafn ekki á þessum slóðum, hefði mátt láta sér detta
í hug að nafnið á arfinum ætti rót sína að rekja til Þórlaugardysjar,
sem er eitt af rekamörkum arfsins. Engar sagnir hafa varðveitst um
dysina, en ætla mætti að þetta væri leiði völu eða spákonu.
í Þorvalds þætti víðförla er Þórdísar spákonu að Spákonufelli getið
sem göfugrar konu, er lætur gott af sér leiða.41 í annarri húnvetnskri
41 Oláfs saga Tryggvasonar en mesta. Editiones Arnam. Series A, vol. 1.
K0benhavn 1958. Útg. Ólafur Halldórsson. Bls. 280-300. Enn fremur í Biskupa
sögum I, Kaupmannahöfn 1858. Bls. 35-50.
“2 íslenzk fornrit VIII, bls. 119-122.