Gripla - 01.01.1980, Qupperneq 132
UM SPÁKONUARF
127
sögu, Vatnsdælu, er og talað um Þórdísi spákonu með virðingu, þó að
ekki séu dregnar dulur á töfrabrögð hennar.42 í þriðju húnvetnsku sög-
unni, Kormáks sögu, kveður við annan tón í garð Þórdísar. Er hún
fyrst sögð ‘illa lynd’, og síðan er hún í vísum Kormáks í sögunni kölluð
hás völva, fordæða og örg vættur,43 Engin þessara sagna getur Spá-
konuarfs.
Þórdís spákona ætti samkvæmt nefndum fornsögum að hafa verið
uppi á síðara helmingi tíundu aldar. Hún hefði átt að geta lifað fram á
öndverða elleftu öld og tekið kristni. í elsta máldaga Spákonufellskirkju
(1318) er nefnd Þórdís nokkur sem ‘gaf kú’. Meira verður ekki vitað
um þá konu.
í þjóðsagna og ævintýrasafni Jóns Ámasonar er saga af Þórdísi spá-
konu á Spákonufelli og er að mestu leyti um erjur hennar við nágranna
sinn, prestinn á Hofi, út af einni á prests sem sótti mjög í Spákonu-
fellsland.44 Svo vill til að Jón hefur sjálfur skrifað upp þessa sögn, enda
hafði hann alist upp á prestssetrinu að Hofi á Skagaströnd, sonur Árna
prests Illugasonar. En um sögnina hefur Jón skrifað: ‘munnl. sögn
föður míns, ég þá á 6. eða 7. ári.’ Á lausu blaði í handriti Jóns em
enn fremur þessi ummæli sem virðast eiga við sömu sögn: ‘Þessa sögu
heyrði ég ungur, heldur á 6. en 7. árinu, en maður sá sem mér sagði
dó þegar ég var á 7. ári. Engan hef ég síðan getað hitt sem kunnað
hafi söguna og sannast því hér “að lítið er betra en ekki”.’45
Jón Árnason var fæddur árið 1819, en faðir hans andaðist 1825.
Séra Ámi Illugason var fæddur að Borg á Mýrum 1756, en var ungur
sendur í fóstur norður að Þingeyrum og dvaldist síðan alla tíð hér og
þar í Húnavatnssýslu, nema skólaár sín í Skálholti, m. a. bóndi á Hara-
stöðum og víðar á Skagaströnd áður en hann varð prestur að Hofi.
I þessari sögn segir að Þórdís gæfi ‘ýmsum kirkjum eftir sinn dag
hlut í rekum, bæði hvalrekum og viðrekum, í fyrrnefndu takmarki (þ. e.
‘norðan af Skagatá og inn að Laxá ytri’), og heitir sá hlutur enn Spá-
konuarfur í máldögum kirknanna á Höskuldsstöðum, Holtastöðum og
43 íslenzk fornrit VIII, bls. 233, 282-3, 289, 290. í ágripi lóns Ólafssonar úr
Grunnavík (eftir minni) um hinn týnda hluta Heiðarvíga sögu segir: ‘Þar getur og
um mann nokkurn, son Þórdísar að Spákonufelli (að mig minnir), heldur en um
hana sjálfa.’ Sjá Islenzk fornrit III, bls. 263.
44 Islenzkar þjóðsögur og œvintýri, safnað hefur Jón Arnason. Ný útgáfa,
Reykjavík 1966. II 93-95.
45 Sama rit, Skýringar og athugasemdir, 570. bls.