Gripla - 01.01.1980, Síða 133
128
GRIPLA
Mársstöðum, því þar hafa þá setið vinir hennar’.46 Því er bætt við að
hún léti Hofskirkju gjalda prests þess er hún hafði deilt við ‘í því að
hún gaf henni enga reka eftir sig; á því sú kirkja engan reka nema fyrir
sínu landi og ‘hvalvætt’ eða ‘skurð’ í hval hverjum sem kemur millum
Fossár og Deildarhamars’, en ekki er það spákonuarfur.’47
Þá er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var skrifuð, á
fyrstu árum 18du aldar, var Spákonuarfur farinn að fyrnast eins og
fyrr er getið, og eru ekki nefndir þar nema tveir gamlir spákonuarfar,
Höskuldsstaðakirkja og Svínavatns, en bætt við hálfkirkju að Marðar-
gnúpi, sem engin forn heimild styður. Auk þess getur Jarðabók eins og
áður er á minnst þriggja jarða á Skagaströnd, þar sem hvalreki tilheyri
Spákonuarfi. Sú fyrsta er Litli-Bakki (Bakki í Hofssókn), og hafa
heimildarmenn verið í nokkrum vafa. Önnur er Kálfshamar og þriðja
Saurar (í Nesjum). Saurar eru rétt fyrir norðan Kálfshamarsvík, en
Kálfshamar fyrir sunnan, og eru þessar tvær jarðir í nyrsta rekamarki
Spákonuarfs á Skagaströnd (milli Laxár og Fossár).
Skömmu eftir miðja 18du öld hefur Höskuldsstaðaprestur farið á
stúfana og útvegað sér staðfestingu yfirvalda á þessari rekaeign kirkju
sinnar, því að í áður nefndri lögfestu Jónasar prests Benediktssonar frá
12ta júní 1788 er vitnað til úrskurðar yfirvalda á þessa leið: ‘Einninn
lögfesti eg so mikið af Spákonuarfi, sem bæði þeir eldri og nýrri mál-
dagar, sem og skrár, Höskuldstaðar kirkju tileinka, hvör Réttugheit
henni eru að nýju með Háyfirvaldsins Resolution af 12. Martii 1753
afdráttarlaust tilskilin.’48
Resolution þessa hef eg ekki getað fundið, en ekki er ástæða til að
efa vitnisburð sr. Jónasar um hana. Því má bæta við að sökum hús-
bruna á Möðruvöllum á 19du öld er sama og ekki neitt til af skjölum
amtsins frá því fyrir 1874.
Samkvæmt vitnisburði séra Jónasar má ætla að ‘Háyfirvaldið’ hafi
úrskurðað að Höskuldsstaðakirkja ætti fimmtungi minna en helming í
Spákonuarfi, eða 48 vættir af hverju hundraði (120). Enda þótt nú
verði ekki vitað hverjar skrár það eru sem hann vitnar til um leið og
46 Holtastaðamenn eru sem kunnugt er meðal spákonuarfa á síðari skránni,
og mörkum Spákonuarfs er lýst í flestum máldögum kirkjunnar. Laxá ytri er sama
sem Laxá í Refasveit.
47 Sbr. máldaga Hofskirkju, sjá hér á undan á bls. 108.
48 Sjá bls. 107 hér að framan.