Gripla - 01.01.1980, Side 135
130
GRIPLA
átroðning.51 Þessi hálfa vætt Hofskirkju var og ekki Spákonuarfur eins
og fyrr segir.
í Norðanfara nr. 24-25, október 1864, er grein um Spákonuarf eftir
einhvern sem kallar sig R. X. Andar þar köldu í garð Spákonuarfa.
Hann getur fyrst um fjóra hvalreka, einn fyrir Kálfshamars landi á næst-
liðinni öld og annan skömmu eftir aldamótin fyrir Hróastaða landi,
þriðja nálægt 1807 undir Króksbjargi og hinn fjórða nokkru seinna
undan Björgum. Kálfshamar og Björg eru í 2. rekamarki, milli Laxár
og Fossár, ásamt Saurum og Sviðningi. Króksbjarg eða hluti af því og
Hróa- eða Hróarsstaðir kunna að hafa verið í 3. rekamarki, frá Rauða-
skriðu til Hrafnsár. Greinarhöfundur segir landeigendur hafa notið
þessara reka átölulaust.
R. X. heldur síðan áfram á þessa leið: »Vorið 1817, hygg jeg fyrst
hafa stofnast flokk, Spákonuarfa, í þeirri mynd sem hann hefir síðan
byrzt, enda fengu þeir foringjann hygginn og áræðismikinn, þetta vor
rákust að Sviðningslandi, undan hafís þjett upp að fjöru 2 reyðarhvalir,
voru þeir lagðir banasárum, og strax sent eptir klausturhaldaranum á
Þingeyrum, sem kom fljótt sem kunni svo pati fór nú að ganga frá
manni til manns, að þetta happ kæmi ekkert klausturjörðinni við, það
væri Spákonuarfur tilheyrandi áðurnefndum kirkjum, alþýðu þótti
nafnið nístárlegt, enda var það henni óþekkt, enn Spákonuarfar voru
bæði fúsir og fallnir til að leiða mönnum fyrir sjónir, að þessi rjettindi
kirknanna væru byggð á máldögum þeim sem hefðu jafnt gildi og
konunglegrar hátignar lagaboð, þeim er fundu jarðir sínar sviptar allri
hvalreka von ‘fór ekki að verða um sel’, enn allir gáfu sig fangna undir
hlýðni þessarar trúar.«
Greinarhöfundur getur síðan um alls fimm hvalreka á Skagaströnd
frá 1826 til 1863, þar sem Spákonuarfar hafi dregið undir sig alls sjö
hvali, en hafi í eitt skipti orðið að láta í minna pokann. Undantekn-
ingin var er þrír hvalir voru veiddir fyrir Höfðahóla landi. Var þar
raunar ekki um hvalreka að ræða í venjulegri merkingu, heldur hval-
veiði, en auk þess er þessi jörð á milli Finnsstaða og Árbakka (eins og
Spákonufell) og því utan rekamarka Spákonuarfs samkvæmt hinum
fornu skrám. Greinarhöfundur segir að ‘stjórnin’ hafi verið beðin úr-
skurðar um eiganda þessara hvala og hafi hún fallist á að jarðeigendur
ættu þá.52
51 Sama rit bls. 106.
52 Nordanfari nr. 24-25, október 1864.