Gripla - 01.01.1980, Side 136
UM SPÁKONUARF
131
Undarlegt er að greinarhöfundi virðist ekki hafa verið kunnugt um
sátt landeiganda og Spákonuarfa út af einum þeirra reka sem hann
segir frá. Hreppstjórar Vindhælishrepps, þeir Jón Guðmundsson og
Árni Sigurðsson, höfðu þó fjórum árum áður birt auglýsingu í Norðra
um þetta mál, og er hún á þessa leið:
Vorið 1857 rak 3 reiðarhvali á grunn fyrir Harastaðalandi á Skaga-
strönd. Fyrir jörðu þessari er kallað, að nokkrar kirkjur í Húnavatns-
sýslu eigi allan hvalreka, eins og víðar í Vindhælis-, Skefilstaða og
Engihlíðarhreppum, undir nafninu „Spákonuarfur.“
Eigandi jarðarinnar Jón bóndi Jónsson í Háagerði mátti því þetta
happ „sjá og ekkert af fá“ en fann sig bæði gamlan og efnalítinn til að
láta dómstólana leysa þann hnút upp, hvort hvalrekinn væri með lög-
um kominn frá jörð sinni og öðrum, er kúra undir slíkum ókjörum;
einkum þar etja var, við „ofjarla“ þá, er vísa áttu gjafvörn í málinu.
Það er nú samt ekki víst, hvort Jón bóndi hefði látið þetta kyrrt ef
kirknahaldaramir ekki hefði sjeð það ráðlegra, að „slá til heys og
haga“ og greitt honum sæmilega fyrir þann átroðning af fólki og usla
af hrossum sem hann þola hlaut meðan á hvalskurðinum stóð.
Af þessu gjaldi hefir nú Jón bóndi Jónsson fríviljuglega gefið Vind-
hælishrepps fátækrasjóði 50 rd. næstliðið haust, hverrar rausnargjafar
okkur undirskrifuðum, þykir vert að minnast opinberlega honum til
verðskuldaðs heiðurs, undir eins og við vottum hinum veglynda gjafara
þakklæti vort, þeirrar okkur (um stund) fyrir trúuðu fátæku sveitar
ve0na. Höfnum 16. marzmánaðar. 1860.
Ámi Sigurðsson. Jón Guðmundsson.
hreppstjórar.53
Hér er um að ræða fjórða rekamark Spákonuarfs talið norðan frá,
eða eins og þar segir: ‘Þá er frá Hellisvík til móts við Finnsstaði.’ Þetta
rekamark tekur yfir nokkurn hluta af Harastaðafjörum, og hafi hval-
irnir komið þar hafa Spákonuarfar átt þá, svo framarlega sem Spá-
konuarfur hefði enn talist vera í fullu gildi að lögum. Þó er þess að
gæta að Jón bóndi, eigandi Harastaða, hefur samkvæmt Hvalbók Run-
ólfs M. Ólsens (sjá hér á eftir) haldið því fram að hann og Harastaða-
menn hefðu rekið hvalina á land, og mætti vera að dómarar hefðu fallist
á að þetta hefði verið hvalveiði en ekki hvalreki.
í svo nefndri Hvalbók, Lbs. 3498 4to, eiginhandarriti Runólfs M.
33 Norðri 8. ár, 1860, 9.-10., 39. bls.