Gripla - 01.01.1980, Síða 137
132
GRIPLA
Ólsens umboðsmanns á Þingeyrum, er fyrst ‘Reikningur yfir þá þrjá
hvali er ráku fyrir Harastaðalandi .. . 1857.’ Er þar lýst skiptum milli
Spákonuarfa, og koma þau heim við síðari skrána, þegar Hvammshlut
hefur verið bætt við hlut Þingeyra (munka).
Rúmu ári síðar hefur Runólfur skrifað svo látandi eftirmála í bókina:
»Sumarið 1858, hóf Jón bóndi Jónsson í Háagerði, eigandi Hara-
staða torfunnar fyrir alvöru tilkall til áður umgetinna 3gja hvala,
þóktist hann hafa rekið þá á land með Harastaða mönnum og hafði
hann og þeir, 14 tals, lagt þá og fest þeim. Jón fékk því amtið til að
setja sr. J. Blöndal á Hofi og Jón umboðsmann fyrir sáttamenn, milli
hans og sr. Björns á Höskuldsst. og Jósephs sáttasemjara að Spákonu-
felli, eptir tvær forgefins sáttatilraunir, komst loks á þeirri 3ðju að
Höskuldsst. 9. Aug. 1858, svofeldr prívatsamningr á milli Jóns á eina
hlið, en á hina sr. Björns, Jósephs og R. M. Olsens, hvöm hlutað-
eigendr höfðu þangað fengið. Um sættina hljóðar samningrin svo:
An hliðsjónar af verulegum eða meintum réttindum hverra okkar
fyrir sig til áminstra hvala, þá skuldbindum við þrír, jeg Björn pr. Þor-
láksson, jeg student R. M. Olsen og jeg sáttasemjari Jóseph Jóelsson
okkur til að greiða hinum fyrst nefnda, Jóni bónda Jónssyni í Háagerði,
fyrir allan þann usla, ómök, átroðning og meinta rétt, er hann álítur
sig að hafa heimting á í tilliti til þeirra þriggja hvala, þá summu 122 rd
silfurs; segjum eitt hundrað tuttugu og tvo ríkisdali silfurs; en svo hann
fái, ef mögulegt er, 150 rd alls í þessu skyni, lofum við að eiga góðan
og kröptugan þátt í, að þeir hlutaðeigendr hvalanna, sem hér era ekki
viðstaddir, greiði honum sameginlega 28 rd /: tuttugu og átta ríkisdali
:/ í viðbót við hina áðurnefndu 122 rd; þessari greiðslu skal af oss vera
lokið innan næstkomandi Mikaelsmessu í silfurmynt; en það ætlumst
við til, að Jón einn njóti þessa, þar við álítum, að þeir sem með honum
unnu að drápi hvalanna, hafi frá okkar hendi fengið sanngjamt endur-
gjald fyrir starfa sinn. —
Jeg Jón bóndi Jónsson geng að þessum skilmálum, og sleppi öllu
frekara tilkalli til hvalanna, eða frekari ómaks og usla-gjalda, og skal
ábyrgjast að liðsmenn mínir í drápi hvalanna, og landsetar Harastaða
gjöri ekkert tilkall framar meir til annars, en þeir þegar hafa meðtekið.
Þessum okkar heimuglega samníngi til gildis, fullrar vissu og stað-
festingar, eru okkar allra undirskrifaðra egin handa nöfn, og meðdeil-
um við hinni settu sáttanefnd í þessu máli, skjal þetta til áteiknunar