Gripla - 01.01.1980, Page 138
UM SPÁKONUARF 133
sem vitundarvotta, hvar við regluleg og ákveðin sáttatilraun nú í dag
má niður falla.
Stað ári og degi, sem fyr greinir
J. Jónsson, B. Þorláksson, J. Jóelsson, R. M. Olsen
Til staðfestu undirskrifar hin setta sáttanefnd sem vitundar vottar.
J. A. Blöndal J. Jónsson.«
Samkvæmt reikningi Runólfs komu 1354 ríkisdalir og 48 skildingar
til skipta milli Spákonuarfa, þegar kostnaður við hvalskurðinn hafði
verið dreginn frá.
EFTIRMÁLI
ARFURINN — KONAN — FJALLIÐ
Undanfarin athugun Spákonuarfs hefur ekki leitt til neinnar niðurstöðu
um þá gátu, sem sumum mönnum mun leika mest forvitni á að fá svar
við, þá er minnst er á Spákonuarf: Hvernig stendur á því að þetta
rekasameignarfélag hefur verið kennt við spákonu eða á að líta á það
sem sjálfsagðan hlut að upptök þess hafi verið arfur eftir Þórdísi spá-
konu? Vera má að Þingeyramunkar hafi trúað því, a. m. k. eftir að
komið var fram á ofanverða tólftu öld. Þá hefur vitneskja um rekamörk
og skiptingu arfsins enn verið óskráð og varðveitt í minni fróðra manna.
Hitt er óvissara hvað þeir hafa vitað um Þórdísi spákonu.
Þó að Þórdís spákona að Spákonufelli væri mér allhugstæð um það
leyti sem eg setti saman bókina Skáldasögur (pr. 1961), og þó enn
frekar á meðan eg skrifaði To skjaldesagaer (pr. 1976) ‘of et sama far’,
verður varla sagt að þangað megi rekja upptök áhuga míns á Spákonu-
arfi. Svo mikið er víst að það var ekki fyrr en síðla sumars 1975 að
mér kom í hug að athuga heimildir um Spákonuarf, og olli því heldur
sérstætt atvik.
Það var seint í ágústmánuði undir kveld að eg stýrði bíl norður
Skagaströnd og var ætlunin að leita náttstaðar í Höfnum. Með mér
var kona mín, Sigrún Hermannsdóttir, og systir hennar, Björg. Farið
var að skyggja, og fram undan bar hátt dimmt fjall við bláan himin.
Við vorum ókunnug, en vissum að leið okkar myndi innan skamms
liggja með fram Spákonufelli, og gátum okkur til að þetta væri fjallið.
Allt í einu hrópar Björg: ‘Sjáið þið konuna!’, og bendir upp á fjallið.
Við kona mín sáum jafnskjótt að á endilangri fjallshlíðinni virtist liggja